Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 36
Gæludýrin í Hvíta húsinu Allt frá því að George Washington var forseti Bandaríkjanna hefur verið rík hefð fyrir því að gæludýr séu í Hvíta húsinu. Donald Trump er fyrsti forsetinn í rúmlega hundrað ár til að brjóta hefð- ina en Joe Biden mun koma henni aftur á í janúar. D onald Trump Banda-ríkjaforseti var sá fyrsti í meira en hundrað ár til að vera ekki með gæludýr í Hvíta húsinu. Joe Biden, nýkjörinn for- seti Bandaríkjanna, ætlar að koma hefðinni á aftur og tveir þýskir fjárhundar munu mæta með honum í Hvíta húsið í janúar, þeir Champ og Major. Major var ættleiddur frá dýraathvarfi. Champ er tólf ára gamall og gekk til liðs við Biden-fjölskylduna árið 2008. Fjölskyldan ættleiddi síðan Major árið 2018. Gæludýr Hvíta hússins hafa lengi notið vinsælda meðal al- mennings. Hundur Warrens G. Harding, 29. forseta Banda- ríkjanna, var fyrsta gælu- dýrið til að fá umfjöllun í fjöl- miðlum. Það frægasta er þó örugglega Checkers, hundur Richards Nixon. Eins og fyrr segir hefur verið rík hefð fyrir því að forsetar eigi gæludýr. Það er því langur listi að fara yfir hvert gæludýr og hvern for- seta, hér má líta á brot af því fjölbreytta dýralífi sem hefur verið í Hvíta húsinu.n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is 36 FÓKUS BILL CLINTON Bill Clinton kom með köttinn Socks í Hvíta húsið. Seinna eign- aðist hann hundinn Buddy, sem var súkku- laðibrúnn Labrador. JOE BIDEN Joe Biden fékk þýska fjárhundinn Champ árið 2008. Hann nefndi hundinn Champ því faðir hans sagði oft við hann þegar lífið var erfitt: „Stattu upp, kappi (e. champ).“ Tíu árum seinna ætt- leiddi Biden-fjölskyldan þýska fjárhundinn Major, en þet ta verður fyrsti hundurinn til að vera ættleiddur úr dýraathvarfi í Hvíta húsinu. BARACK OBAMA Barack Obama eignaðist portú- gölsku vatnahundana Bo og Sunny á forsetatíð sinni. Malia Obama, dóttir hans, er með of- næmi fyrir flestum hundategund- um en þessi hundategund er ekki sérlega ofnæmisvaldandi og varð því fyrir valinu. THEODORE ROOSEVELT Það hefur enginn át t fleiri gæludýr en 26. forseti Bandaríkj- anna, Theodore Roosevelt. Hann átti einnig nokkur ó h e f ð b u n d i n gæludýr, eins og lítinn björn sem hét Jonathan Ed- wards, eðlu sem hét Bill, nokkur marsvín, hest, kan- ínu, uglu og hýenu. Roosevelt-fjölskyldan hélt mikið upp á hundinn Skip sem má sjá á myndinni. GEORGE W. BUSH Það fylgdu mörg dýr forsetaembætti George W. Bush. Hundurinn Spot „Spotty“ Fetcher og kötturinn India „Willie“ fylgdu honum í Hvíta húsið, hann eignaðist seinna hundana Barney og Miss Beazley, sem bæði voru af tegundinni Scottish Terrier. Svo má ekki gleyma kúnni hans, Ofelia. RONALD REAGAN Það mætti segja að dýragarður hafi fylgt Ronald Reagan í Hvíta húsið. Hann átti hundana Lucky, Rex, Victory, Peggy, Taca og Fuzzy, nokkra hesta og kettina Cleo og Söru. RICHARD NIXON Richard Nixon hélt ræðu sex vikum fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Hann svaraði ásök- unum um spillingu og réðst á and- stæðinga sína. Hann sagðist ætla að halda eftir einni gjöf, sama hver útkoman yrði, hundi sem börn hans hefðu nefnt Checkers, og þar með var þessi fræga ræða nefnd „Checkers Speech“. Í dag er hugtakið oft notað til að lýsa til- finningaþrungnum ræðum stjórn- málamanna. MYNDIR/GETTY 13. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.