Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 25
EITURSVÖL Alma prýddi for- síðu DV í septem- ber 1991. Hún hafði þá vakið athygli sem snjall þyrlu- læknir og át t i greinilega fram- tíðina fyrir sér. Frumkvöðullinn Alma Möller Alma Möller er ekki bara fyrsta konan til að vera landlæknir hér á landi heldur var hún einnig fyrsta konan sem starfaði sem þyrlulæknir Landhelgisgæslunnar. Alma á þyrluvaktinni ásamt Helgu Magnúsdóttur lækni. MYND/TIMARIT.IS TÍMAVÉLIN A lma Dagbjört Möller er svæfinga- og gjör-gæslulæknir og var skipuð landlæknir árið 2018. Hún er fyrsta konan til að gegna þessu embætti. Hún hefur staðið í eld- línunni síðustu mánuði sem hluti af sóttvarnaþríeykinu, ásamt þeim Þórólfi Matthías- syni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Hún þykir mikill skörungur og axla ábyrgð sína vel. Alma er fædd á Siglufirði 24. júní 1961. Foreldrar henn- ar eru hjónin Jóhann Georg Möller heitinn sem var verk- stjóri og bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins á Siglufirði og Helena Sigtryggsdóttir húsmóðir. Alma er yngst sex systkina. Meðal systkina hennar er Kristján Möller, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Samfylkingarinnar. Alma er gift Torfa Fjalari Jónassyni hjartalækni og eiga þau tvö börn. Dúx í menntaskóla Hún ólst upp á Siglufirði en lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1981. Alma var dúx og sagt frá því í blöðunum á sínum tíma. Hún lauk lækna- prófi frá Háskóla Íslands árið 1998 og sérfræðinámi í svæfingum og gjörgæslu við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð árið 1995. Alma prýddi forsíðu DV í september 1991 þegar helg- arblaðið fór í sjúkraflugs- æfingu með þyrlunni SIF og var ítarlega greint frá æfing- unni í blaðinu, en Alma Möll- er var meðal þeirra sem voru með í för. Þarna hafði Alma starfað á þyrlunni í sextán mánuði en það var helber tilviljun að hún hóf þar störf. Áður hafði Alma starfað alllengi með neyðarbílnum í Reykja- vík, eða á meðan hún gegndi störfum á lyflækningadeild Borgarspítalans. Þegar í þyrluferðina var farið starf- aði Alma sem læknir á svæf- inga- og gjörgæsludeild. Hún var jafnframt fyrsta konan sem starfaði sem þyrlulæknir Landhelgisgæslunnar. „Engill af himnum ofan“ „í fyrsta skipti, sem ég þurfti FÓKUS 25 að síga niður til sjúklings, var mjög slæmt veður og há- nótt,“ sagði Alma í viðtali við blaðið. „Ég sá bát í öldunum þarna langt fyrir neðan. Þá var ég spurð hvort ég treysti mér til að síga. Þar sem ég DV 13. NÓVEMBER 2020 kunni ekki að meta aðstæður þarna í fyrsta skipti spurði ég áhöfnina hvort það væri ekki í lagi og þegar svarið var já lét ég vaða án þess að hugsa frekar um það. Við læknarnir höfum í raun ekki mikið vit á veðurskilyrðum og treystum algjörlega á flugmennina í þeim efnum,“ sagði hún. Það hafði vakið nokkra athygli að tvær konur væru læknar á þyrlunni og spurði blaðamaður þær til að mynda að þessu: „En er ekki gott fyrir ykkur stelpurnar að fá reynsluna á þyrlunni áður en þið haldið í sérnám ykkar?“ Þær játtu þessu en sögðust líka sannarlega geta gefið ráð. „Ef einhverjir sjó- menn eru í vafa hvort kalla þurfi á þyrlu geta þeir alltaf hringt í okkur og spurt ráða. í raun erum við heimilis- læknar sjómanna,“ svöruðu þær. Þá spurði blaðamaður hina þrítugu Ölmu: „En eru sjúkl- ingar, sem bíða eftir lækni í skipi langt úti í hafi í vondu veðri, ekki hissa þegar ung kona kemur sígandi niður úr þyrlunni?“ Hún sagði sjúkl- ingana ekki láta á því bera og að hún hefði að minnsta kosti aldrei séð skelfingar- svip á neinum vegna þessa en rifjar upp orð eins skip- verja þegar hann sá hver var að síga niður úr þyrlunni til hans: „Nú, það er bara engill af himnum ofan.“ Fyrsti landlæknirinn í 258 ára sögu embættisins Alma varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Lundi árið 1999 og hefur einnig lokið meistaraprófi í stjórn- un heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu og hlotið sérfræði- viðurkenningu í heilbrigðis- stjórnun. Skömmu eftir að hún tók við embætti land- læknis lauk hún diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Alma starfaði sem sér- fræðingur við Háskóla- sjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð frá 1993-2002. Árið 2002 fluttist hún til Íslands og tók við starfi yfirlæknis á gjör- gæsludeildum Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut. Frá árinu 2014-2018 var hún framkvæmdastjóri aðgerða- sviðs Landspítala. Þann 1. apríl 2018 tók Alma við emb- ætti landlæknis og er fyrsta konan sem gegnir embættinu í 258 ára sögu þess. Alma var sæmd riddara- krossi fyrir störf í þágu heil- brigðismála þann 17. júní 2020. n Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Í raun erum við heimilis- læknar sjó- manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.