Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Trump laut í lægra haldi Á laugardag var því lýst yfir að Joe Biden hefði haft betur gegn Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Biden mun því taka við embætti í janúar. Trump hefur þó ekki viðurkennt ósigur og ætlar að láta reyna á lögmæti kosning- anna fyrir dómstólum. Hillir undir bóluefni Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þróað bóluefni við COVID-19 sem lofar góðu og hefur Ísland þegar tryggt sér kauprétt að bóluefninu. Fleiri lyfjafyrirtæki eru með bóluefni á loka- stigum prófunar og því er þess vænst að hægt verði að hefja bólusetningar hér á landi snemma á næsta ári. Aðstæður í Arnarholti Í vikunni var greint frá hræðilegum aðstæðum íbúa á vist- heimilinu Arnarholti á Kjalarnesi til ársins 1971. Íbúum með fatlanir var gert að sæta einangrun svo vikum skipti, andlát voru tíð og vanræksla mikil. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir 24 fyrrverandi starfsmönnum vistheimilisins. Borgar- stjóri ætlar að láta rannsaka starfsemina og forsætisráðherra hefur boðið fram aðstoð sína. Leggur skóna á hilluna Rúrik Gíslason knattspyrnumaður hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall. Hann greindi frá þessu í vikunni. Hann útilokar þó ekki að taka skóna einhvern tímann fram aftur. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sanhausen en fékk sig lausan þaðan í júní. Létust vegna COVID-19 Sjö einstaklingar létust í vikunni vegna COVID-19. Alls hafa því 15 einstaklingar látist í þriðju bylgju COVID-19 og 25 frá upphafi faraldursins. Margir þeirra sem létust í þessari bylgju tengdust hópsmitinu sem upp kom á Landakoti. Stúdentar óánægðir Stúdentar hafa harðlega gagnrýnt fyrirkomulag lokaprófa við Háskóla Íslands, en skólinn krefst þess að nemendur mæti í kennslustofur til að taka prófin, þrátt fyrir að rektor hafi áður lýst því yfir að lokapróf muni fara fram á netinu sem fjar- próf. Gerði rektor þó ráð fyrir vissum undantekningum og eru stúdentar óánægðir með hversu margar undantekningarnar eru. Stúdentaráð hefur farið fram á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Orka náttúrunnar sýknuð Orka náttúrunnar, dóttur- félag Orkuveitur Reykja- víkur, var sýknað í máli sem Áslaug Thelma Einars- dóttir höfðaði á hendur fé- laginu vegna meintrar ólög- mætrar uppsagnar. Áslaug hélt því fram að henni hefði verið sagt upp eftir að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun yfirmanns síns, en samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur átti uppsögnin sér eðlilega skýringu. 1 Segir að Melania hafi fengið nóg og vilji skilnað Tvær fyrrverandi aðstoðarkonur Melaniu Trump halda því fram að hún ætli að skilja við mann sinn um leið og hann lætur af embætti. 2 Aníta Briem um eineltið: „Þær sáu allt en sögðu ekkert“ Leik- konan Aníta Briem var lögð í einelti af bekkjarsystur sinni þegar hún var níu ára. 3 Segist ekki passa í venjuleg föt út af brjóstunum – „Sumir trúa því ekki“ Fyrirsætan Vikki Lenoli frá Kanada þarf að fá klæðskera til að sníða á sig föt því brjóst hennar eru of stinn. 4 Sóðaskapur við Costco – Sjáðu myndirnar Einnota grímur og hanskar á víð og dreif við Costco og fleiri verslanir. 5 Katrín flúði ofbeldissamband í maí – Núna glímir hún við annað vandamál og leitar hjálpar Katrín Rut Jóhannsdóttir sendi út hjálpar- beiðni á Facebook. Hún sér fram á að enda á götunni með börn sín eftir að þurfa að flýja leiguíbúð vegna myglu. 6 Vikan á Instagram – „Aðeins meira en bara vinir“ Vikan á Instagram er fastur liður á mánu- dagsmorgnum á dv.is. 7 Sigmundur rifjar upp átakanlegt samtal – Varð ekki samur á eftir og sá líf sitt í öðru ljósi Sigmundur Ernir Rúnarsson var gestur í hlað- varpi Sölva Tryggvasonar. Þar rifjaði Sigmundur upp tíma á Íslandi sem við erum fljót að gleyma. 8 Villi Vill rifjar upp kostulegar sögur af Einari Erni heitnum – „Sorgleg og ótrúleg atburðarás“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður rifjaði upp feril sinn sem knattspyrnu- maður í hlaðvarpinu Draumaliðið. 9 Brostnir draumar á Hvamms-tanga – Stórt gjaldþrot hjá Gauksmýri Ferðaþjónustufyrirtækið Gauksmýri er farið á hausinn og námu kröfur í þrotabúið rúmlega 282 milljónum. 4 0 FERSK, FYNDIN OG FORVITNILEG Fyrstu þrjár ljóðabækur Einars Más Guðmunds- sonar eru nú gefnar út að nýju, þrjár saman í einni, í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin síðan skáldið þusti fram á sjónarsviðið. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16 4 FRÉTTIR 13. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.