Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 37
Þ essa vikuna er spáð fyrir Þórólfi Guðna-syni sóttvarnalækni. Þórólfur er fæddur 28. október 1953 og er því Sporðdreki. Sporðdrekinn býr yfir aðdáunarverðum styrk- leika og krafti. Þeir eru gjarnan vinnualkar og afar metnaðarfullir. Þeir hafa gott innsæi sem leiðir þá áfram í lífinu. Þeir eru ófeimnir við að gefa álit sitt og þurfa alls ekkert að fegra skoðanir sínar. Þeir hafa gott af því að æfa sig í mýktinni en þá aðallega gagnvart sjálfum sér því þar eru þeir kröfuharðastir. Þeir eru sann- arlega vinir vina sinna en það gæti tekið smá tíma fyrir utanaðkomandi að vera samþykktur af þeim en eftir það þá er ekki aftur snúið. Styrkur Styrkur | Hugrekki | Sannfæring | Áhrif | Samkennd Þetta spil er táknrænt fyrir styrk, ákveðni og kraft þinn. Hér er verið að tala um þinn innri styrk til þess að yfirstíga erfiðleika. Fólk treystir þér og ber virðingu fyrir þér, þú ert eins og strangi pabbi sem fólk vill síst af öllu valda von­ brigðum. Innistæðan er ekki mikil en þú gengur ótrauður áfram eins og Sporðdrekar gera best! Mundu bara að setja súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú setur hana á þann næsta. Það er gömul tugga að maður verði að hlúa vel að sjálfum sér til þess að geta hlúð að öðrum en hér er spilið að minna þig einmitt á það. Sólin Jákvæðni | Skemmtun | Hlýja | Velgengni | Lífskraftur Þú þráir fátt meira en frí og sérð fyrir þér ströndina í hill­ ingum. Það er mikilvægt að hlakka til einhvers þegar dag­ lega amstrið er að draga allt úr manni. Góður tími til þess að njóta samveru með sínum nánustu og leyfa sér að dag­ dreyma um betri tíma. Eins og fram kom áður þá er innsæi Sporðdrekans einstakt og þú finnur það innra með þér að allt er á réttri braut, þessi tilfinning fyllir þig von og gleði. Þú treystir því að þú getir boðað gleðileg jól og að fólk muni vanda sig í jólagleðinni sem er fram undan. Stjarnan Von | Trú | Tilgangur | Endurnýjun | Andlegur Þú ert svolítið á uppgjörstímabili þar sem þú hugsar um árið sem er loksins að fara að líða og það sem það hefur kennt þér. Vissulega erfitt ár en á sama tíma finnur þú fyrir Skilaboð frá spákonunni Mundu að hlaða batteríin svo þú brennir ekki út. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Þórólfur Guðnason SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 13.11. – 19.11. Jólólfur Guðnason boðar betri tíma… Næstu forsetahjón Bandaríkjanna MYND/ANTON BRINK stjörnurnarSPÁÐ Í B andaríkjamenn hafa talað og verður Joe Biden næsti forseti Bandaríkjanna. Eig-inkona hans, dr. Jill Biden, verður því næsta forsetafrú og lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnu- merkjanna. Hjónin hafa gengið í gegnum svo margt saman – bæði hápunkta og lágpunkta – og hafa komist í gegnum það sem sannkallað ofurpar. Það er skiljanlegt þegar stjörnumerki þeirra eru skoðuð. Joe er Sporðdreki og Jill er Tví- buri og er þessi pörun mjög óhefðbundin en þegar sambandið gengur upp, þá virkilega gengur það upp. Það er stundum sagt að pörun þessara tveggja merkja geti verið himnasending eða frá helvíti. Það er því mikilvægt að báðir aðilar séu tilbúnir til að leggja vinnu í sambandið. Sporðdrekinn er dularfullur og Tvíburinn elskar að spila leiki. Þau eiga því vel saman og geta bætt upp fyrir galla hvort annars ef þau verða ástfangin. n Joseph Robinette Biden Jr. Sporðdreki 20. nóvember 1942 n Úrræðagóður n Hugrakkur n Ástríðufullur n Þrjóskur n Afbrýðisamur n Dulur Jill Tracy Jacobs Biden Tvíburi 3. júní 1951 n Húmoristi n Mannvinur n Forvitin n Ástúðleg n Stressuð n Góð aðlögunarhæfni MYND/GETTY Popp og kók stjörnuspá… Hrútur 21.03. – 19.04. Þú minnir sjálfan þig helst á Jim Carrey í Liar, Liar. Þú ræður ekki við þig og ert óvenju hreinskilinn. Ekkert að fegra hlutina og segir hugsanir þínar óvart upphátt. Ert utan við þig og ekki viss hvort þú hafir sagt hugsanir þínar upphátt. Krúttlega vandræðaleg vika. Naut 20.04. – 20.05. Óvenju peppað þessa vikuna jafnvel smá óþolandi jákvætt og minnir helst á heimildarmyndina The Secret. Allt í einu meikar allt sens í öllu þessu rugli. Þér finnst þú fá ofurkraft þinn aftur þar sem þú getur skapað og mótað þinn eigin heim á ný. Tvíburi 21.05. – 21.06. Þú ert auðvitað bíómyndin Twins, þessi gamla góða með Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito. Þú endurheimtir gamlan félaga og manst hvað þið eigið vel saman. Það er ekkert betra en að eiga gott „sidekick“ í lífinu, hvert er þitt? Krabbi 22.06. – 22.07. Eat, Pray, Love er myndin þín því það er það sem þú ert með á heil­ anum. Þig dreymir um pasta því þú varst plataður í ketókúr. Þú biður til guðs um betri tíma því þú ert ágæt­ lega trúaður og svo áttu líklegast ástvin því þú ert svo elskulegur. Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið er kvikmyndin Dirty Dancing því þú kannt að meta klassískar myndir og ert í sjóðandi heitu stuði. Rómans í loftinu og þig dreymir um þær stundir þegar fólk fékk að kynnast í persónu en ekki bara raf­ rænt. Skemmtilega villt stefnumót er í kortunum. Meyja 23.08. – 22.09. Lost in Translation er myndin þín því það verður mögulega einhver misskilningur. Hér verður fínn lær­ dómur í að vera skýrari og opnari með þarfir og langanir. Vikan endar vel því um leið og þú færð tækifæri til að útskýra þig betur þá mun öllum líða vel á ný. Vog 23.09. – 22.10. Vogin er myndin Titanic því þér leið um stund eins og þú værir á sökkvandi skipi en nú sérðu björg­ unarhringina og ert sannfærð um að allt fari vel, fyrir þig allavega. Svo ertu líka vonlaus rómantíker þannig að viðeigandi er að það er falleg ástarsaga sem fylgir. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Þú ert Demi More í G.I. Jane, með stríðsmálninguna, tilbúin til þess að klára þetta ár með stæl og það er enginn sem getur stoppað þig. Þó nokkur verkefni eru fram undan þannig nú reynir á skipulagsgetu þína. Frestunarárátta er ekki í boði. Kláraðu eitt lítið verk í einu. Bogmaður 22.11. – 21.12. Þú ert Elsa í Frozen. „Let it go, let it go!“ Ert að læra að sleppa tökunum, sleppa því sem heldur aftur úr þér, sleppa því að of­ hugsa, sleppa því að hafa of miklar áhyggjur og treystir flæðinu. Þetta er góð tilfinning. Steingeit 22.12. – 19.01. Þú ert klárlega The Bucket List þessa vikuna. Þú gefur þér góðan tíma í að hugsa hvað þig langar að gera við líf þitt og hvernig þú kemst þangað. Núna er bara að byrja á listanum góða og byrja að tikka í boxin og láta draumana rætast. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Þín mynd er Matrix, því þú ert í svo mikilli andlegri uppgötvun að þér finnst þú varla tilheyra raunheim­ inum lengur. Þú kafar enn þá dýpra inn í nýja heima, horfist í augu við fortíðina og vinnur með örlögin um komandi tíma. Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn er myndin The Neverend- ing Story en það er ekki eins slæmt og það hljómar. Þetta táknar ekki eitthvað sem er óendanlegt heldur þitt innra barn. Þínir dagdraumar og þinn sköpunarkraftur. Þú hefur ímyndunarafl líkt og enginn annar og gerir alls konar skapandi í vikunni. þakklæti. Þetta hefur kennt þér ýmislegt um sjálfan þig og sett margt í samhengi. Þetta líf er hverfult og mikilvægt að gera gott úr því, láta gott af sér leiða, verja tíma með þeim sem manni þykir vænt um og njóta hverrar stundar. En það er oftast ljós í myrkrinu, þessi fallegi lærdómur, þannig að þrátt fyrir allt ertu bjartsýnn og vongóður um komandi tíma. Vonandi fara allir í gegnum þetta uppgjörs­ tímabil og hugsa hvernig þeir geti verið betri útgáfa af sjálfum sér, sýnt náunganum tillitssemi og notið þess að vera hreinlega bara til. FÓKUS 37DV 13. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.