Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 13. NÓVEMBER 2020 DV EYDDI NÓTTINNI Á LAUGA- VEGINUM Í NÍSTINGSKULDA Í vikunni fékk DV senda mynd af manni sem svaf úti á tröppum verslunar á Laugavegi. Myndin var tekin um miðnætti og var því nokkuð ljóst að þarna hafði maðurinn ætlað sér að sofa um nóttina. Máni Snær Þorláksson manisnaer@dv.is Maðurinn svaf úti á kaldri stéttinni. MYND/AÐSEND Heimilisleysi er vanda­mál á Íslandi og hefur heimilislausum fjölgað í þjónustu hjá Reykjavíkur­ borg á undanförnum árum. Samkvæmt skýrslu vel ferð­ ar ráðu neyt is ins og Íbúða lána­ sjóðs frá árinu 2017 voru 349 manns skráðir utangarðs og/ eða heimilislausir í borginni. Það er um 95 prósenta aukning frá síðustu mælingu sem gerð var árið 2012. Í Reykjavík eru ýmis úrræði sem heimilislausir geta nýtt sér til að fá næturskjól. Tvö neyðarskýli fyrir karla, eitt neyðarskýli fyrir konur og eitt tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur. Í þessum neyðarskýlum geta heimilislausir leitað sér nætur­ skjóls en hvers vegna myndi heimilislaus einstaklingur frekar sofa úti en í neyðar­ skýli? Er það vegna plássleysis eða er einhver önnur ástæða fyrir því? „Sorglegt að einhver hafi sofið úti korteri frá okkur“ „Við erum ekki sprungin. Við erum ekki yfirfull,“ segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, geðhjúk r u n a r fræði ng ur og deild ar stjóri hjá Þjón­ ustumiðstöð Vest ur bæj ar, Miðborg ar og Hlíða, í sam­ tali við DV um málið. Heim­ ilislausum fjölgar á farsóttar­ tímum en við erum enn þá með pláss í neyðarskýlum þar sem plássum hefur verið fjölgað í tengslum við COVID. „Það eiga allir heimilislausir borgarbúar að geta leitað í neyðarskýli og fengið næturskjól. Við erum hins vegar að passa að þeir sem eru í áhættuhóp fái sér­ staka vernd vegna sóttvarna og röðum plássum í neyðar­ skýlum með tilliti til þess.“ Hrafnhildur segir að í neyð­ arskýlunum sjáist þess ekki staður að margir nýir mæti til að fá næturskjól. „Við finnum ekki mikið fyrir því þótt við heyrum af áhyggjum af því í samfélagsumræðunni,“ segir Hrafnhildur en bendir á að fólk sem er nýorðið heimilis­ laust á þessum tímum veigri sér mögulega við því að mæta í skýlin. „Okkur þykir bara rosalega leiðinlegt að einhver hafi sofið úti bara korteri frá okkur.“ Harður heimur Sá sem tók myndina og sendi DV hana sagðist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera þegar hann sá manninn sofa úti. Hann velti því meðal ann­ ars fyrir sér hvort hann ætti að hringja á lögregluna en ákvað að hætta við það af ótta við að lögreglan refsi heimilis­ lausa manninum fyrir eitthvað eins og vörslu fíkniefna. Hrafnhildur segir að það gerist reglulega að lögreglan komi með fólk í gistiskýlið. Vegna núverandi laga um ávana­ og fíkniefni er hætta á því að lögregla geri ólögleg vímuefni upptæk ef heimilis­ lausi einstaklingurinn er með eitthvað slíkt á sér. Hrafn­ hildur vill taka það sérstaklega fram að starfsfólk hefur að undanförnu upplifað meiri til­ litssemi og uppbyggjandi sam­ töl milli lögreglu og notenda. „Þau virðast beita „empathy“­ nálgun, við finnum að þau eru alltaf með betra og betra við­ horf. Meiri nærgætni gagnvart fólkinu. Ég er ekki að segja að þetta sé algilt en við finnum meira af því. Það má gera bet­ ur en það er samt margt gott í gangi og við finnum það.“ Hrafnhildur segir að þessa stundina sé mikið af heim­ ilislausu fólki að lenda í hand­ rukkunum. „Heimurinn er rosalega harður hjá fólkinu okkar núna,“ segir hún. „Það er misjafnt hvað þau hafa góðan aðgang að vímuefnum og sölumönnum. Sumir eru bara í ömurlegri stöðu og eru kannski bara með aðgang að sölumönnum sem eru að beita þau ofbeldi.“ Þá segir Hrafn­ hildur að hún sjái þetta sér­ staklega hjá heimilislausu konunum. Þess vegna sé það mikilvægt að þegar heimilis­ lausu konurnar hringi á lög­ regluna eftir hjálp fái þær sérstaklega góða nálgun frá laganna vörðum. Mikið ofbeldi og kynlífsvinna Í sumar var frumvarp um afglæpavæðingu neyslu­ skammta, sem Píratar lögðu fram, fellt á Alþingi. Hrafn­ hildur segir að það að afglæpa­ væða neysluskammta geti haft afskaplega mikil og góð áhrif á heimilislaust fólk sem neytir vímuefna. Til dæmis þarf það ekki að hafa áhyggjur af því að missa vímuefnin sín þegar það hringir á lögregluna til að fá hjálp. „Bara það að missa neysluskammtana getur sett allt á hliðina fyrir fólkið í langan tíma og það getur þurft að beita alls konar að­ ferðum til að verða sér úti um efni aftur,“ segir Hrafnhildur. „Það er þá í hættu á miklu of­ beldi og jafnvel þvingaðri kyn­ lífsvinnu,“ segir hún og bendir á að oft þurfi heimilislaust fólk að taka sér tíma í að fela neysluskammtinn sinn áður en það hringir á lögregluna. „Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum, meðal ann­ ars er það að fjarlægja neyslu­ skammta ólöglegra vímuefna. Við vitum alveg sögur um það þar sem fólk þorir ekki að hringja strax í 112. Við finnum líka að lögreglumönnum finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hrafnhildur og bætir við að með afglæpavæðingu neyslu­ skammta allra vímuefna væri hægt að leysa mikið af vanda­ málum sem heimilislaust fólk glímir við. Mikilvægt en óaðgengilegt lyf Annað sem Hrafnhildur segir að myndi hjálpa heimilislausu fólki með alvarlegan morfín­ vanda mikið er ef lyfið Nal­ oxone væri aðgengilegra. Lyfið er eina mótefnið gegn ofneyslu á ópíóðalyfjum sem við höfum og er því virkilega nytsamlegt. Fólk sem á erfitt með eða er hætt að anda vegna ofneyslu getur andað á ný með hjálp lyfsins sem er hægt að fá í formi nefspreys. Erlendis er hægt að kaupa lyfið án lyfseðils í apóteki eða því er jafnvel dreift til not­ enda og aðstandenda án endur­ gjalds. Í reglugerð um ávísun og afhendingu lyfja í apót­ ekum er gert ráð fyrir að hægt sé að ávísa lyfjum beint til lækna eða annarra viðbragðs­ aðila svo sem lögreglunnar. Einnig er til ákveðinn neyðar­ réttur lyfjafræðinga. Þessar leiðir eru hins vegar ekki nýttar. Á Íslandi er Nal oxone lyfseðilsskylt og óaðgengilegt fyrir ákveðna viðbragðsaðila, vettvangsteymi, notendur og aðstandendur. Þá er það einn­ ig dýrt en einn skammtur af nef spreyinu kostar 11 þúsund krónur. VoR teymið, færanlegt vett­ vangsteymi sem aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geð­ vanda, vill geta haft Naloxone í sjúkratöskum sínum. „Rétt­ ast væri að VoR geti dreift óhindrað til sinna notenda. Öll úrræði sem byggja á skaða­ minnkandi nálgun fyrir fólk í virkri vímuefnaneyslu ættu að vera með Naloxone sem part af standard­búnaði í sjúkra­ tösku.“ Þegar manneskja hefur of­ skammtað þarf að bíða eftir sjúkrabíl til að fá lyfið, það getur tekið tíma að bíða eftir sjúkrabílnum því oft mætir lögreglan fyrst á vettvang til að kanna aðstæður. Þegar sjúkrabíllinn mætir loksins á svæðið þá gæti það verið um seinan. „Við erum ekki með aðgang að kaupum á Nal­ oxone, löggan er ekki með Naloxone. Við höfum heyrt að lögreglumönnum sem lenda í þessum aðstæðum finnist þetta líka alveg galið,“ segir Hrafnhildur. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.