Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 33
Aperol-ostakaka 200 g Bastrone-kanilkex frá LU 60 g smjör, bráðið 400 g rjómaostur 100 g flórsykur 300 ml rjómi Safi úr ½ appelsínu 4 stk. gelatínblöð 250 ml Prosecco eða annað freyði- vín 120 ml appelsínusafi 2 msk. sykur 75 ml Aperol spritz Byrjið á að setja kexið í matvinnslu­ vél og myljið það niður. Bræðið smjörið í potti og blandið því saman við kexið og setjið blönd­ una í form, best er að mínu mati að nota smelluform. Kælið í ísskáp í um 35 mínútur. Þeytið rjómann og blandið við hann flórsykrinum og rjómaostinum ásamt safa úr ½ appelsínu. Leggið blönduna í formið yfir kexmulning­ inn og kælið í um klukkustund. Setjið gelatín í skál með köldu vatni og látið standa aðeins og mýkjast. Sjóðið saman 50 ml freyðivín og 2 msk. af sykri við lágan hita, sykurinn á að leysast upp og þunnt síróp að myndast. Slökkvið undir hitanum og takið gelatínblöðin upp úr vatninu og setjið í pottinn og hrærið saman þar til þau leysast upp. Hellið blönd­ unni í skál og setjið í kæli í um 45 mínútur. Takið gelatínblönduna úr kæli eftir 45 mínútur og blandið 200 ml af freyðivíni ásamt 120 ml af appel s­ ínusafa saman við, hrærið þetta vel saman. Blandið að lokum 75 ml af Aperol líkjör saman við og hellið yfir efsta lagið á kökunni. Setjið kökuna í kæli í um 4 klst. og njótið svo með bestu lyst. Una í eldhúsinu Jóla-Spritz 75 ml (3 partar) þurrt freyðivín 50 ml (2 partar) Aperol 25 ml (1 partur) sódavatn 1 tsk. Grand Mariner Appelsínusneið Klaki Hellið Prosecco í vínglas. Því næst Aperol með hringlaga hreyfingum. Smellið Grandinu út í. Bætið að lokum sódavatni saman við ásamt klökum og sneið af appelsínu. Aperol Spritz-æði Íslendinga virð- ist engan enda ætla að taka en þessi ítalski sumarkokteill hefur verið með þeim mest seldu hér- lendis um árabil. Það er þó alls ekki nóg því hér er hún mætt, ostakakan sem sameinar köku og einn vinsælasta kokteil heims. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 33DV 13. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.