Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 38
38 SPORT 433 Helgi Valur stefnir á endurkomu á knattspyrnuvöllinn eftir að margir töldu að ferli hans væri lokið eftir erfið meiðsli. MYND/ERNIR Árið 2015 hafði Helgi Valur Daníelsson, fyrr-verandi landsliðsmaður í knattspyrnu, ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Fljótlega fór löngunin til að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn að gera vart við sig. Íslandsheimsókn í kringum jólin 2017 átti eftir að breyta ýmsu. „Þegar ég var hættur þarna 2015 var ég bara alveg búinn að ákveða að nú væri þetta komið gott. Ég var á Íslandi um jól og áramót 2017 og spilaði fótbolta með pabba og bróður mínum með Old- Boys félaginu hjá Fylki milli jóla og nýárs. Þar voru menn að spila sem voru að vinna í kringum Fylki. Ég minntist svona á að ég væri farinn að fá löngunina til að komast aftur á knattspyrnuvöllinn og þá fóru hjólin að snúast.“ Helgi prófaði að mæta á æfingar hjá Fylki í febrúar 2018 og ákveðið var að semja við hann. „Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis á þeim tíma, ákvað að gefa þessu séns. Ég byrjaði að æfa á fullu eftir þriggja ára pásu og fann það strax að áhuginn var enn til staðar. Ég fann í kjölfarið vinnu hér heima og við fjöl- skyldan fluttum svo heim til Íslands.“ Hélt að ferillinn væri búinn Helgi spilaði tuttugu leiki með liðinu í efstu deild tíma- bilið 2018-2019 og hóf sitt annað tímabil með liðinu þegar hann meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í júní. „Löppin á mér brotnaði bæði fyrir ofan ökkla og rétt fyrir neðan hné. Lýsir sér eigin- lega þannig að það fór biti úr leggnum. Þegar ég meiddist, þá vissi ég ekki strax hversu alvarleg meiðslin voru. Ég fann að fóturinn var næstum því alveg brotinn í tvennt og þá fór ég í smá panikk og hugsaði mikið út í það næstu klukkustundirnar að ferill minn í knattspyrnu gæti verið búinn.“ Símtal sem Helgi fékk á spítalanum átti þó eftir að hvetja hann áfram og veita honum von. „Forráðamenn Fylkis hringdu stuttu eftir at- vikið og sögðust vera tilbúnir til að semja við mig aftur fyr- ir næsta tímabil, þrátt fyrir að vita ekki með vissu hversu alvarleg meiðslin voru. Fé- lagið hefur alltaf sýnt mér stuðning.“ Helgi var sendur í aðgerð sem heppnaðist vel og fór síð- an fljótlega að setja sér mark- mið til að geta snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. „Ég fór bara á fullt í endurhæfingu með mín markmið og var ein- beittur að því að komast aftur á völlinn. Endurhæfingin hefur gengið vel hjá mér, ég var farinn að geta verið að- eins með á æfingum áður en allt var flautað af vegna CO- VID-19 og horfði á leiki með Fylki og fann það hversu leið- inlegt var að taka ekki þátt, það hvatti mig áfram.“ Aldurinn skipti minna máli Helgi verður fertugur í júlí á næsta ári en það telst vera hár aldur fyrir knattspyrnumann, það er þó ekki eitthvað sem Helgi hugsar út í. „Aldurinn skiptir minna máli en margir halda. Ég hef pottþétt haft gott af því að taka þessi þrjú ár í pásu frá boltanum milli 2015 og 2018. Þetta er stans- laust álag á líkamann að vera í boltanum. Ég náði kannski að lengja ferilinn aðeins með þessari pásu og á þá kannski eitthvað inni.“ Hann telur að það hafi orðið miklar framfarir í þessum málum í knattspyrnuheimin- um. „Það er komin mikil þekk- ing í kringum endurhæfingu, sjúkraþjálfun og æfingaálag í knattspyrnuheiminum, menn eru farnir að geta spilað leng- ur. Ég held að flestir íslenskir knattspyrnumenn sem eru að hætta fyrr en ég séu ekki að gera það vegna þess að þeir geti ekki spilað lengur. Menn eru í öðrum vinnum og það er margt annað í kringum fót- boltann sem hefur áhrif.“ Kári Árnason, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, sé gott dæmi um knattspyrnumann sem spilar á háu getustigi þrátt fyrir að vera 38 ára. „Kári er bara einu ári yngri en ég og hann lítur alltaf jafn vel út á velli. Ég held mér hraustum og ég finn ekki mikinn mun á mér milli ára. Það skiptir miklu máli að æfa vel og halda sér heilum. Ég tek bara eitt ár í einu.“ Ætlar sér byrjunarliðssæti Helgi skrifaði undir nýjan samning við Fylki á dögun- um og er bjartsýnn á fram- haldið hjá Fylki. „Við erum með flottan hóp og marga unga og efnilega leikmenn, liðið stóð sig vel í sumar og var í Evrópubaráttu. Stjórn og þjálfarar félagsins telja að ég geti hjálpað liðinu á næsta tímabili. Ég ætla mér ekkert að vera bara í kringum þetta lið, ég ætla að keppa um sæti í byrjunarliðinu og hjálpa því að ná sínum markmiðum.“ n ALLT ER FERTUGUM FÆRT Helgi Valur Daníelsson, leikmaður knattspyrnuliðs Fylkis, meidd- ist illa í leik með liðinu í sumar og óttaðist að ferillinn væri búinn. Stuðningur félagsins og löngunin til að snúa aftur á völlinn varð til þess að leikmaðurinn skrifaði undir nýjan samning á dögunum. 13. NÓVEMBER 2020 DV Aron Guðmundsson 433@433.is Hugsaði mikið út í það næstu klukkustundirnar að ferill minn í knattspyrnu gæti verið búinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.