Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Síða 10
10 FRÉTTIR Að stoppa og finna til H vort sem maður trúir á slíka hluti eður ei er óneitanlega nokkuð yfirnáttúrulegt við söguna um tilurð bókarinnar Blóð- berg sem nýlega kom út eftir höfundinn Þóru Karítas Árna- dóttur, sem er landsmönnum kunn sem rithöfundur, leik- kona og fjölmiðlakona. Bókin fjallar um líf Þórdísar Hall- dórsdóttur, fyrstu konunnar af þeim átján sem voru tekn- ar af lífi fyrir hjúskaparbrot í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Bubba Morthens dreymdi eitt sinn að hann væri staddur við Drekkingarhyl þegar upp úr vatninu risu pokar með andlitum kvennanna átján. Úr varð að Bubbi samdi plötuna 18 konur. Nokkru seinna dreymdi Þóru Karítas líka draum. Þar birtust henni Bubbi Morthens og eigandi Forlagsins. Gat verið að þetta væru skilaboð um að nú væri komið að henni að glæða sögu kvennanna lífi? Draumurinn sat í Þóru sem ákvað eftir smá hik að hafa samband við Bubba. En ein- mitt þá hafði Bubbi lokið við að lesa fyrstu bók Þóru, þar sem Þóra segir sögu móður sinnar, og Bubbi fann sig knúinn að lestri loknum til að hafa samband við Þóru. Hvort sem maður trúir á hið yfirnáttúrulega eða ekki leyfir blaðamaður sér að velta því fyrir sér hvort konurnar í Drekkingarhyl hafi þarna verið að verki til að fá sögur sínar sagðar. Það er grámyglulegur morgunn þegar blaðamaður mælir sér mót við Þóru á kaffihúsi. Ekki eru margir á ferð í miðbænum þessa dag- ana út af ástandinu svo við fáum gott næði. Þóra er ós- pör á brosið, býr yfir mikilli útgeislun og við og við rekur hún upp hlátur þar sem hún hlær á innsoginu. Lífið var tekið frá henni Blóðberg er fyrsta skáldsaga Þóru Karítasar en áður gaf hún út bókina Mörk þar sem hún segir sögu móður sinnar. Þrátt fyrir að Blóðberg sé skáldsaga liggur heilmikil heimildarvinna að baki, enda byggir hún á sannsögulegum atburðum. Þóra segir að með bók sinni hafi hún viljað gefa Þórdísi Halldórsdóttur rödd og veita lesandanum færi á að líta aftur í tímann. „Ég ákvað að gefa henni líf því lífið var tekið frá henni. Ég lagði því áherslu á að búa til lifandi persónu og gæða hana miklu lífi og um leið að varpa ljósi á sögu þeirra sem voru teknir af lífi á þessum tíma,“ segir Þóra. Hún bendir á að það eigi fullt erindi í dag að horfa aftur í tímann, á raunveruleika þeirra kvenna sem á undan okkur komu og bjuggu í allt öðru samfélagi en við búum við í dag. Drusluskammar-tímabil Stóridómur var lagabálkur sem tók gildi á sextándu öld og sneri að kynferðismálum en dauðasök lá við sifjaspells- brotum og þriðja hórdóms- broti. „Þetta var drusluskammar- tímabil Íslandssögunnar og þetta talar svolítið við metoo- byltinguna að því leytinu til að við erum enn að burðast með svo mikla skömm út af svona hlutum og erum oft svolítið hörð við sjálf okkur og dæm- um svolítið hart, þó svo að það sé ekki gert af dómstólum í dag.“ Þóra bendir á að líklega hafi lítil sem engin umræða verið um kynlíf á tímum Stóradóms. Stúlkur voru ekki fræddar um líkama sinn, hvatir eða þrár og vissu margar ekki hvernig börnin verða til. „Ég fór tvisvar til Afríku á meðan ég var að skrifa þessa bók en þar var ég að safna sögum fyrir UNWomen. Þar talaði ég við stelpu sem hafði orðið ólétt þrettán ára á mark- aði eftir að maður hafði verið að gefa henni gjafir, það sem við vitum í dag að er að tæla hana sem barnaníðingur, og hún hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún var komin að því að fæða barnið. Þetta lýsir svolítið umhverfi Stóradóms. Það var ekki nein kynfræðsla og stelpur og ungar konur vissu oft ekkert hvernig þetta gekk fyrir sig. Þórdís var mjög ung þegar hún varð ólétt, ef til vill sex- tán eða sautján ára. Höfundur og lesandi Samband lesanda og höfundar er nokkuð sem Þóra hefur mikinn áhuga á. Bæði sem rithöfundur og sem lesandi. „Ég hef áhuga á sambandi höfundarins og lesandans, af hverju maður tengir við sumar sögur en ekki við aðrar og af hverju maður les sumar bækur alveg í gegn en ekki aðrar og mér finnst það sem áhorfandi og sem lesandi sjálf svo gaman þegar ég tek upp bók og gleymi mér kannski í tvo tíma, sagan tekur bara yfir. Eða þegar maður opnar bók og bara les hana þangað til hún er búin, verður að klára hana. Svo mig langaði að gera þannig sögu að þeir sem lesa tengi.“ Þó að bókin sé rétt nýkomin í bókahillur verslana hefur Þóra þegar fengið að heyra að henni hafi tekist ætlunarverk sitt. „Það var sjómaður sem sendi mér skilaboð um að hann hefði komið í land í rigningu og myrkri og byrjað Þóra Karítas segir móður sína hafa verið sinn helsta stuðnings- mann og hafa hvatt hana til dáða í skrifum sínum. MYND/VALLI 13. NÓVEMBER 2020 DV Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Leikkonan og rithöfundurinn Þóra Karítas Árnadóttir upplifði sáran missi þegar móðir hennar lést á síðasta ári. Hún bendir á að margir séu að ganga í gegn- um erfiða tíma sökum fjölda dauðsfalla síðustu mánuði og segir fyrstu jólin eftir missi erfið. Þá sé mikilvægt að leyfa sér að stoppa og finna til og hvíla sig. að lesa um kvöldið og svo las hann allan daginn á eftir. Mér finnst svo gaman að fá svona skilaboð: „Ég gerði ekkert af því sem ég ætlaði að gera í dag,“ og svo þakkaði hann mér fyrir það.“ Speglanir við fortíðina Umfjöllunarefni fyrri bókar Þóru stóð mjög nærri henni – saga móður hennar. En við heimildavinnu við Blóðberg komst Þóra að því að hún tengist einnig sögu Þórdísar. Tvær persónur í bókinni sem byggja á raunverulegum fyr- irmyndum reyndust forfeður hennar. „Ég er komin af þeim í tólfta lið. Það er svo gaman að geta flett þessu fólki upp í Íslendingabók og sjá hvernig maður tengist þeim. Hins vegar er ógerning- ur að komast að því hvort maður eigi ættir að rekja til aðalsöguhetjunnar Þórdísar sjálfrar. „Hún átti barn en þar sem það var fætt utan hjónabands var það líklega hvergi skráð, og ég veit ekki hvort henni fæddist stúlka eða drengur. Ég byrjaði fyrst að skrifa um barn hennar sem stelpu en svo breytti ég því í strák. Einhver tilfinning sem ég fylgdi.“ Líklega hefur Þóra tengt betur við að um strák væri að ræða þar sem hún var ný- bökuð strákamóðir þegar hún hófst handa við skriftirnar. „Hún er alveg svona svolítið tileinkuð frumburði mínum þessi bók. Hann var mikil- vægur ferðafélagi í gegnum skrifin. Hann brenndi sig einu sinni í lófanum og í bók- inni brennir sonur Þórdísar sig líka. Þannig verður sagan lífræn og þetta verður samtal við nútímann úr mínu lífi og speglanir við fortíðina.“ Hræðileg pynting Þórdís var tekin af lífi fyrir að hafa átt barnið með mági sín- um, en slíkt taldist blóðskömm og refsingin var dauðadómur. Hins vegar neitaði Þórdís um árabil að segja frá nafni föður barns síns. Það var ekki fyrr en hún var pyntuð með hrotta- legum hætti sem hún nefndi mág sinn, enda var það það Förðun: Ísak Freyr Myndir: Valgarður Gíslason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.