Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 20
JÓLABJÓRSSMAKK DV BENTU Á ÞANN SEM AÐ ÞÉR ÞYKIR BESTUR Blaðamenn og sérlegir ráðgjafar þeirra fórnuðu sér í heljarinnar jólabjórssmakk til að gefa lesendum innsýn í frumskóg jólabjórsins sem er vissulega nokkuð þéttur í ár. Alls voru smakkaðir 49 jóla- bjórar en þá gaf úthaldið sig – í heild eru yfir 80 jólabjórar til sölu í Vínbúðum NAFN TEGUND FRAMLEIÐANDI ÁFENGIS% EINKUNN LÝSING ASKASLEIKIR Amber Ale Borg 5,8% 7,6 Fallegur bjór með góðu humluðu eftirbragði. Borg er ekkert að flækja hlutina. Þetta er jólabjórinn sem allir ættu að geta unnið með frá Borg. JÓLAKALDI Amber Ale Kaldi 5,4% 7,5 Jólabjór eins og hann á að vera. Eitthvað sem allir geta sætt sig við. HEIMSUM BJÓR Red Lager Ölvisholt 5,0% 7,4 Nýtt og spennandi frá Ölvisholti. Steinliggur með jólahlaðborðinu. GRÝLUHOR Dökkur lager Gæðingur 6,0% 7,3 Eikarbragðið er einkar áhugavert viðureignar og blandast við beiskju og malt. Mjög fróðleg til- raun. LEIÐINDASKJÓÐA Red Ale Brothers 4,6% 7,1 Brothers Brewery klikkar ekki hér frekar en áður. Gruggugur jólabjór fyrir gruggugt IPA-áhuga- fólk. JINGLE BALLS Amber Lager Gæðingur 5,0% 7,0 Skaðlaus millidökkur lager, eða amberöl. Gæðingur hefur vissulega gert betur, en þessi veldur engum skaða. TUBORG JULEBRYG Lager Ölgerðin 5,6% 6,4 Hinn klassíski jólabjór sem allir þekkja og geta sætt sig við. Hinn gullni meðalvegur. HVÍT JÓL White Ale Víking 5,0% 5,8 Ferskt mandarínubragðið skildi eftir jólastemningu. Bjórinn líka léttur og vafalaust fínn með þungum jólamat. JÓLAÁLFUR Lager Ale Álfur 5,4% 5,6 5 stjörnur fyrir umbúðir, eitthvað minna fyrir innihaldið. Full léttur og lítil jólastemning. FROSTRÓSIR White Ale RVK Brewery 4,5% 5,0 Glæsilegar umbúðir utan um glæsilegan bjór. Kóríanderinn er áþreifanlegur og hann er ekki allra, en ef hann virkar þá virkar hann vel. JÓLABJÓR THULE Lager Víking 5,4% 4,8 Hér fylgir Thule hinni óskrifuðu reglu lagerbjóra að allir bjórar verða að eiga sér jólahliðstæðu. Sú regla er óþarfi, og þessi bjór líka. JÓLA LITE White Ale Ölgerðin 4,4% 4,5 Eins og aðrir Lite-bjórar týna þeir bragðinu með kaloríunum, en Ölgerðin fær þó prik fyrir að hugsa um línurnar yfir jólin. MALT JÓLABJÓR Maltbjór Ölgerðin 5,8% 4,2 Malt með meira áfengi. Ekki mikið í þennan spunnið og kannski bara fyrir hörðustu aðdáendur Maltsins. VÍKING LITE JÓLA Amber Ale Víking 4,4% 4,1 Bjórnum til varnar, þá er einlægt bjóráhugafólk líklega ekki markhópur þessa bjórs. Stóð fyrir sínu, en líður fyrir að vera Lite bjór. JÓLA GULL Lager Ölgerðin 5,4% 3,7 Eins og aðrar jólaútgáfur hefðbundinna lagerbjóra var þessi ekki að vekja mikla kátinu meðal dómara. JÓLABJÓR VIKING Lager Víking 5,0% 3,6 Viking jólabjórinn er bara því miður ekki að virka. Plain dekkri lagerbjór sem bætir litlu við flóru jólabjóra. TVEIR VINIR OG ANNAR Í JÓLUM Lager Víking 5,0% 3,0 Nei, þessi var bara ekki að virka. Þó skárri en páskaútgáfan. Auglýst bragð vantaði. FLOKKUR 1: LAGER / AMBER ALE / WHITE ALE TVEIR VINIR OG ANNAR Í JÓLUMASKASLEIKIR EINKUNN 3,0 EINKUNN 7,6 MYNDIR/AÐSENDAR 20 FÓKUS 13. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.