Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 40
13. nóvember 2020 | 45. tbl. | 111. árg. dv.is/frettaskot askrift@dv.is 512 7000 SAND KORN MYND/VALLI LOKI Minnka við sig? Óværa á nesinu Göngugarpar sem gengu úti við Gróttu á Seltjarnarnesi ráku upp stór augu í gær þeg­ ar minkur sást hlaupa þar yfir götu og stefna á Bygg­ garða. Minkar hafa mætt ofsóknum á Norðurlöndum eftir að upp komst um stökk­ breytta kórónaveiru í þeim í Danmörku en í kjölfarið fyrirskipaði forsætisráð­ herra Dana að öllum minkum þar í landi yrði lógað. Fyrir­ skipunin stóðst þó ekki lög og er málið í pattstöðu en ótti er við að stökkbreytta veiran geti borist í menn og þar með gert bóluefnið sem von er á óvirkt. Ekki er grunur um kóróna­ veirusmit í minkabúum hérlendis en mögulegt er að strokuminkurinn hafi heyrt af ofsóknunum og stungið af. Níu minkabú eru á Íslandi og öll úti á landi svo undar­ legt þykir að sjá mink úti á Seltjarnarnesi en þó ekki óþekkt. Síðasta vetur höfðu nokkrir minkar hreiðrað um sig í grjótinu við Reykja­ víkurhöfn. Stjarna á föstu Sjónvarpsstjarnan og hand­ ritshöfundurinn Björg Magnúsdóttir er komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsinga­ hönnuði hjá Aton JL. Björg hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Kapps­ máli, í útvarpinu á laugar­ dagsmorgnum með Gísla Marteini og sem einn af handritshöfundum Ráðherr­ ans. Björg er því án efa einn mesti kvenkostur landsins, harðdugleg, hugguleg og hrikalega skemmtileg. Pipar­ sveinar landsins gráta án efa í koddann í kvöld. n Verð aðeins 7.700.- HÖNNUÐUR: SANNE LUND TRABERG Jólaóróinn í ár Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is Verð aðeins 7.700.- HÖNNUÐUR: SANNE LUND TRABERG Jólaóróinn í ár Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.