Fjölrit RALA - 10.03.1981, Síða 90
Korpa 1979 og 1980.
78
Áburður: sjá hliðstæða tilraun á gömlu túni.
Mismunur áburðar- og sláttutíma er marktækur, en ekki samspil þátt-
Tilraun nr. 516-80. Útskolun áburðar að vori. RL242
Tilraunin var gerð á gömlu túni, sem hallaði til norðvesturs (3-4°).
Mest bar þar á língresi, snarrót og háliðagrasi (í þessari röð), en mun
minna var af túnvingli og vallarsveifgrasi. Dálítið bar á tvíkímblaða
gróðri, einkum túnsúru og túnfífli. Undir sverði var malarborið lag á
9-12 sm dýpi.
Neðan við ábornu reitina voru aðrir áburðarlausir reitir og áttu
þeir að sýna merki um þann áburð sem af kynni að renna. Reitirnir voru
vökvaðir með graðkönnu sama dag og borið var á. Jörð var þá klakalaus og
þurrviðri var bæði fyrir þann dag og eftir. Til endanna voru tveir reitir,
sem fengu hálfan áburðarskammt, en voru ekki vökvaðir.
Uppskera þe. hkg/ha:
60 N/ha 120 kg N/ha Enginn áburður Mt.
1. Engin úrkoma 53,2 62,3 38,5 50,4
2. 6 mm úrkoma 61,5 36,5 49,0
3. 18 mm úrkoma 70,1 42,5 56,3
4. 54 mm úrkoma 62,1 38,6 50,4
Mt. 64,0 39,0
Meðalfrávik 4,17 Meðalskekkja meðaltalsins 2,41
Borið á 2.maí. Slegið 22.júlí.
Áburður: 522 kg af 23-11 -11. Samreitir 3.
Tilraun nr. 528-80. Áhrif áburðartíma niturs á byrjun vorgróðurs og upp-
skeru nokkurra stofna og tegunda.
Þessi tilraun er gerð á sörau stórreitum og tilraun 01-440-77, en
henni lauk við slátt 8. júlí 1980. Þá var stórreitum, sem áður hafði
verið skipt í þrennt, skipt í fjóra smáreiti. Áburður í vor hafði verið
jafngildi 60 kg N á ha í Græði 6. Áætlaðir áburðartímar eru:
1980 Kg N á ha 1981 Kg N á ha
a. Eftir slátt 8.júlí 120 27.maí 60
b. Um háarslátt 19.ágúst 120 27.maí 60
c. Síðla hausts 30.sept. 120 27.maí 60
d. Vor 27.maí 120
e. Samanburður 27.maí 60
Tilraunin er gerð á 8 stofnum og tegundum, eins og segir í umfjöllum
um tilraun 01-440 -77. Samreitir eru fjórir með liðum a, c og d, en ein-
ungis tveir með liðum b og e. Reitir eru því alls 128. Rétt er að geta
þess, að áburðartímar hnikuðust til frá áætlun og urðu sem hér segir: a.
11. júlí, b. 22. ágúst og c. 1. október.
A