Fjölrit RALA - 10.06.1985, Side 9

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Side 9
5 fyrst allt aó þreföldun á milli ára, en undanfarin 2 ár um 50% aukning á ári. Frjósemi hefur verið mikil, jafnvel nokkru meiri en gerist á hinum Noróurlöndunum, þrátt fyrir mjög hátt hlutfall ársgamalla dýra hér. Þá voru fluttir inn silfurrefir haustió 1983, en ekki er enn komin reynsla á ræktun þeirra hérlendis. Upp hafa komió vandamál í fóðrun. Veldur þar sennilega takmörkuó þekking á séríslensku hráefni og er það talin líkleg orsök lágrar frjósemi vorið 1984. 1.3 Þróunin síðustu misserin Mikið átak hefur verið gert síðustu árin í að byggja upp félagssamtök loödýrabænda og auka miölun þekkingar í landinu. Komið hefur verið á nánu sambandi við samtök loódýraræktenda á hinum Norðurlöndunum. Þessi þróun hefur verið íslenskri loódýrarækt mikil lyftistöng og mun skila auknum árangri á næstu misserum. 1.4 Skinnaverð Meðalverð á íslenskum skinnum hefur verið nokkru lægra undanfarin ár heldur en á skinnum frá hinum Norðurlöndunum. Helst hefur skort á, að minkaskinn flokkuðust nógu vel, og hefur allt of mikió fariö í undirflokka. í þessu er þó að verða breyting til batnaðar, sérstaklega eftir að skipt var um stofn. Refaskinnin hafa náð góðri stærð, en liturinn á þeim hefur ekki verið nógu hreinn. Einkum hefur borið á brúnleitum blæ, sem gæti ýmist stafað af umhverfisáhrifum eða erfóum. Þrátt fyrir þessa ágalla hefur meðalverð íslensku skinnanna nálgast veröió á hinum Noröurlöndunum siðustu misserin.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.