Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 15

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 15
11 3. hOsagerð og hOsvist (G.E.) 3.1 Inngangur Til aó tryggja góðan árangur vió loðdýrarækt þurfa húsin aó uppfylla ákveöin skilyrði. Byggingarkostnaöi þarf að halda i lágmarki án þess- að gengió sé á afurðagetu gripanna og vinnuaðstaðan þarf jafnframt að vera viðunandi. Til að nálgast þetta markmið vantar ýmiss konar upplýsingar er snerta samspil dýranna við umhverfió í víðasta skilningi. Mjög erfitt er að heimfæra erlenda reynslu og tilraunaniðurstöóur varðandi bæði ytri og innri gerð húsanna að islenskum aðstæðum og veldur veöurfarið þar mestu. Þörfin fyrir innlendar rannsóknir á þessu sviði er þvi mikil. Umhverfisþættir i loðdýrahúsum eins og öðrum búfjárhúsum eru mjög margir. Sami þáttur getur haft bæöi jákvæð og neikvæö áhrif, einnig geta þættirnir veriö samverkandi eða dulist hver af öörum. Gildi þáttanna getur einnig verið breytilegt, eftir þvi hvernig áhrifin eru metin, t.d. heilsufar, vinnuumhverfi eöa fjárhagsafkoma. 3.2 Rannsóknaverkefni Til að fá yfirsýn yfir hina ýmsu þætti og samspil þeirra er lagt til að unnið verði i stórum dráttum að eftirfarandi þremur rannsóknaverkefnum á næstu þremur árum. 3.2.1 Ottekt á gerðum og búnaði refahúsa hjá bændum (verkefni nr.l). * Gerð verði skrá yfir 30 hús i fjórum landshlutum. * Komió verói á stöðluðu skráningarformi. Við skráninguna komi m.a. fram: a) Innri gerð húsanna i einstökum smáatriðum. b) Ytri gerð húsanna t.d. byggingarefni, loftræstibúnaður og lýsing. c) Samræmi milli framkvæmdar og reglugerðarákvæða. Sérhæfðir héraðsráðunautar veröi fengnir til samstarfs við skráninguna. Þeir gætu að hluta til séð um viðhald skrárinnar. * Reiknaó er með að vinna við skráninguna næstu þrjú árin veröi um 2 mannmánuðir á ári.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.