Fjölrit RALA - 10.06.1985, Síða 23

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Síða 23
19 mjög vel sýnin og flokka þau kerfisbundið þannig að fóöurgerðarmenn geti sem best gert sér grein fyrir samsetningu hráefnis út frá upplýsingum sem þeir fá um uppruna þess. Veruleg vinna hefur verið lögó í hráefnislista i helstu loðdýraræktarlöndum, en ekki er sjálfgefið að efnasamsetning hráefnis sé sú sama þar og hér. Ljóst er að margt hráefni sem kemur sterklega til greina aó nota hér, er óvíða tiltækt erlendis og hefur því lítið verið rannsakaö. Þar má nefna sel, karfa, steinbít, grálúóu, hrossakjöt og úrgang frá slátrun sauöfjár. Hráefni sem hentar vel x loðdýrafóður hentar einnig vel, flest mjög vel, í fiskifóóur og því er rétt að sú upplýsingaöflun sem á sér stað um hráefnið til loðdýraræktar verði framkvæmd í samvinnu viö samsvarandi þjónustu fyrir fiskiræktina. í því sambandi er rétt að undirstrika enn nauðsyn þess að skipuleggja söfnun upplýsinga um efnagreiningar á þann hátt, að þær séu notendum tiltækar hvenær sem er. 4.3.3 Meltanleikarannsóknir Melting loódýra (refa og minka) er verulega frábrugðin meltingu þeirra húsdýra sem við þekkjum best og því ekki hægt að draga ályktanir um meltingu loðdýra af upplýsingum um önnur húsdýr. Veruleg áhersla hefur verið lögð á meltanleikarann- sóknir í nágrannalöndum okkar og því hægt að fá þaðan mikilvæga þekkingu um ýmis hráefni sem sambærileg eru. Eins er ^ hugsanlegt að hægt sé að fá þar gerðar rannsóknir á þeim hráefnum sem ástæóa þykir til að skoóa sérstaklega. Meltanleikarannsóknir á loódýrum eru hins vegar ekki meira mál en svo aó ódýrara og tryggara er að koma upp innlendri aðstöðu til þeirra hluta heldur en að treysta um of á erlendar niðurstöður. Aö auki má benda á að meltanleiki ákveóins hráefnis getur verið verulega háóur því hvernig grunnfóðrið er samsett. 4.3.4 Lostætni Við fóðrun loðdýra er oft þörf á verulegri fóöurstýringu þ.e. aö hægt sé að stjórna áti dýranna. Upplýsingar um áhrif mismunandi fóðursamsetningar á átlyst eru litlar og ókerfisbundnar. Rannsóknir sem gætu gefið verulegar upplýsingar um áhrif ákveðins hráefnis á átlyst eru tiltölulega einfaldar og^því sjálfsagt að framkvæma þær, bæöi á hefóbundnum hráefnum og ekki síst á óhefðbundnum. Væntanlega ea; hægt að samnýta aðstööu til meltanleika- og lostætniathugana i verulegum mæli.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.