Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 27

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 27
23 landinu, er jafnvel nauósynlegra en ella að kynbætur séu efldar til muna og er ætlunin að taka kynbótastarfsemi innan annarra búgreina til fyrirmyndar. 5.2.2 Innflutningur og notkun kynbótadýra (verkefni nr. 2) Auk kynbótakerfis þess, sem getur i undirkafla 5.2.1, er nauósynlegt aó flytja annaó slagið til landsins úrvalskarldýr af sömu afbrigðum og fyrir eru í landinu, bæði til þess að koma í veg fyrir of mikla skyldleikarækt, en einnig munu kynbætur gerast hraðar með þessu móti og verða árangursríkari. Þá er áríðandi, að aðstaða sé til þess að flytja til landsins ný afbrigói blárefa, silfurrefa og minka, til þess að Islendingar geti fylgt eftir þeim breytingum, sem á hinum alþjóðlega skinnamarkaði veróa. 1 slikum tilvikum yrði aó flytja inn úrvalsdýr af báóum kynjum. Til aó hægt veröi að sinna þörfinni fyrir innflutning, þarf aó koma upp sóttkvíarbúi fyrir innflutt dýr. Framræktun innfluttra dýra fari fram á sérstökum einangrunar- og kynbótabúum. 5.2.3 Ræktun islenska melrakkans (verkefni nr. 3) Eins og getið var i inngangi þessa kafla, eru afkvæmi silfurrefs og hvits fjallrefs með mjög verómæt skinn, sem ganga undir markaðsnafninu "Golden Island". Til þess að feldgæói þessara blendinga séu að ööru leyti fyrsta flokks, þarf að kynbæta hvita, islenska refi, og er slikri kynbótaáætlun lýst nánar i greinargerðinni hér á eftir. Mikill breytileiki er i lit islenskra refa af mórauða litarafbrigðinu, allt frá gulu i svart. Erfðafræði þess breytileika hefur ekki verió rannsökuð, en það þyrfti að gera hið bráðasta. Rannsóknir á erfóaeðli melrakkans verði gerðar á sérstöku tilraunabúi, og framræktun verömætra afbrigða fari fram á einangrunar- og kynbótabúum.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.