Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 30

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 30
26 5.4 Greinargerð 5.4.1 Próun kynbótakerfis öll lífdýr þarf að færa á skrá, þar sem getið er feldgæða, þ.e. litar, hreinleika litar og hve þéttur feldurinn er. Þá yrði einnig færð á skrána frjósemi og feldgæði foreldra og systkina, en jafnóðum bætt við upplýsingum um frjósemi dýranna sjálfra og vanhöld á hvolpum þeirra. Þá yrðu á skránni upplýsingar um gæðaflokka þá, sem skinn nákominna ættingja, svo sem foreldra, systkina og afkvæma, lenda í vió sölu erlendis. Skráin yrði slegin inn í tölvu og yrði tiltæk þar til úrvinnslu, þegar þörf krefði. Dálítill munur er á því eftir kyni, hvaóa atriði eru mikilvægust við útreikninga kynbótagildis dýranna. Þannig eru eftirtalin atriði talin mjög mikilvæg við útreikninga kynbótagildis karldýra: 1. Hve mörgum kvendýrum þeir gagnast. 2. Hve mörgum hvolpum kvendýrin gjóta, sem þeir hafa gagnast. 3. Hver vanhöld eru á hvolpunum. 4. Þroski og vöxtur hvolpanna. 5. Feldgæði afkvæma (litur, stærð og hárafar). Efþirtalin atriði eru sérstaklega mikilvæg vió útreikninga kynbótagildis kvendýra: 1. Frjósemi. 2. Vanhöld á hvolpum. 3. Þroski og vöxtur hvolpanna (þ.e. mjólkurlagni). 4. Feldgæði afkvæma (litur, stærð og hárafar). Svonefnd hóperfðafræði er notuð til þess að reikna út kynbótagildi dýranna sjálfra og nákominna ættingja þeirra eftir sérstökum úrvinnsluforritum. Loks eru lífdýr valin eftir útreiknuðu kynbótagildi. 5.4.2 Aðstaða til innflutnings og notkunar kynbótadýra 5.4.2.1 Sóttkviarbú fyrir innflutt dýr 1 landinu verði eitt sóttkvíarbú, er taki á móti innfluttum dýrum (sjá 6.1.6). I 6,'kafla er gerð grein fyrir tíóni innflutnings og fjölda dýra af ýmsum tegundum, sem áætla má að þurfi að flytja inn.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.