Fjölrit RALA - 10.06.1985, Qupperneq 56

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Qupperneq 56
52 VIÐAUKI IV. Blendingar silfurrefa og fjallrefa (P.H.) Rauðrefir, Vulpes vulpes, og fjallrefir, Alopes lagopus, eru taldir afkomendur sameiginlegs forföður, Vulpes alopecoides, sem uppi var í sunnanveróri Evrópu fyrir u.þ.b. einni milljon ára (23). Rauórefir hafa litningafjöldann 34, auk 6-7 smálitninga (microsomes) (24). Fjallrefir hafa aftur á móti 52 litninga, sem eru minni en litningar rauórefa. Þegar tegundirnar aðgreindust, virðist því annaó hvort hafa átt sér stað samruni litninga eða klofning. Eina dæmið um æxlun þessara tegunda sín á milli í náttúrunni er frá Islandi (25) . Silfurrefslæóa hafói sloppiö út úr refabúi í Lóni í Kelduhverfi í nóvember 1939. Hún náðist ekki fyrr en vorið 1941, að hún lagði í greni úti á Tjörnesi. Þrir yrðlingar náóust þar lifandi. Enginn steggur sást, en fullvist má telja aó hann hafi verið islenskur fjallrefur, ef dæma á eftir útliti og lit yrólinganna, sem var ótrúlega fjölbreytilegur. Einn þeirra var steggur, en hann slapp úr haldi og var skotinn strax, svo aö ekki var hægt aó athuga, hvort hann væri frjór. Læðurnar tvær reyndust hins vegar ófrjóar, eða gengu a.m.k. ekki meó fullan meðgöngutima. I yfirlitsgrein um blendinga rauðrefa og fjallrefa eftir Cole og Shackelford (26) kemur fram að þrátt fyrir itrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá afkvæmi undan slikum blendingum og skiptir þá ekki máli, af hvorri tegund hvort foreldri blendingsins er, né með hvorri tegundinni reynt var að láta blendingana æxlast. Blendingar fjallrefa og rauórefa hafa litningafjöldann 43, sem útskýrir hvers vegna dýrin eru ófrjó (27). Vió smásjárskoóun á litningum i eistum blendinga sést, að sumir litningarnir eru stórir og greinilega ættaðir frá rauðref, en aðrir eru litlir og ættaóir frá fjallref. Engar eðlilegar sæðisfrumur virðast myndast. Að byggingarlagi eru blendingarnir nokkurn veginn mitt á milli tegundanna tveggja, en likjast þó silfurref meira aö stæró (25,26). Feldgæði, hvað varðar þéttleika undirhára, eru likari fjallref (26) . Litur er mjög breytilegur og fer eðlilega eftir lit foreldranna og eru skinn af sumum litarafbrigöunum mjög verðmæt. Aó háttarlagi likjast blendingarnir fjallref meira, en eru þó mun villtari en bæði silfurrefir og blárefir (26) , virðast búa yfir mikilli orku (25) og vera mjög taugaóstyrkir, sem er galli viö ræktun þeirra (28).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.