Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 42

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 42
-38- Lega hólfanna (10. mynd) og það að reitir hvers hólfs aðskiljast ekki frá reitum annarra hólfa bendir til að mismunur í beitarálagi sé ekki meginorsök gróðurfarsbreytileikans sem birtist í niðurstöðum hnitunarinnar. Á tilraunatímanum hefur mest beitarálag verið í Þ hólfi en minnst hefur það verið í FL hólfi (1. tafla). Hefði beitin haft mikil áhrif á gróður í tilraunalandinu mætti búast við að þessi hólf hefðu legið fjærst hvert öðru, að því tilskyldu að gróðurfar í öllum hólfum við upphaf tilrauna hafi verið svipað. Þegar skoðuð eru tengsl og fjarlægðir milli paraðra reita á mörkum hólfa, sem sýnd eru á 11. mynd, kemur í ljós að engin ákveðin stefna virðist ríkjandi á örvum milli paraðra reita. Þá er ekki greinanlegt samhengi fjarlægðar milli paraðra reita við mismun í beitarþunga. Búast hefði mátt við meiri fjarlægð (meiri gróðurbreytingum) milli paraðra reita þar sem mikill munur var í beitarþunga en þar sem lítill munur var, t.d. að reitir í FM hólfi væru lengra frá pöruðum reitum í Þ hólfi en reitir í M hólfi (11. mynd). Þegar umhverfisþættir og einstakar plöntutegundir eru tengdar reitahnituninni kemur betur í ljós hvað liggur að baki gróðurfarsbreytileikanum sem birtist í niðurstöðum hnitunarinnar. Eins og fram kemur á 12. mynd er náið samhengi á milli jarðvegsskilyrða og gróðurfarsbreytileikans í beitilandinu. Þegar farið er út eftir ási 1 grynnist jarðvegur og sýrustig hans hækkar með minnkandi innihaldi af kolefni og köfnunarefni. Jafnframt eykst stærð ógróins yfirborðs út eftir ási 1 ef frá eru taldir nokkrir reitir í Þ hólfinu þar sem ógróið yfirborð er áberandi meira en í nálægum reitum, en þar kemur fram aukning í stærð ógróins yfirborðs vegna mikils beitarálags. Jafngóð samsvörun er ekki við beit þar eð reitir með mest beitarálag liggja nærri reitum með mjög lítið beitarálag (12. mynd). Ás 1 greinir því á milli reita með tiltölulega þykkum og næringairíkum jarðvegi og reita með grunnum og snauðari jarðvegi, en sú breyting verður í tilraunalandinu frá norðvestri til suðausturs eins og lýst var að framan. Ekki liggur í augum uppi hvað liggur að baki stöðu reita á ási 2 en þeir sýndu fremur litla dreifingu eftir honum eins og komið hefur ffarn. Hugsanlegt er að ásinn tengist snjóþyngslum, þ.e. að þau séu mest í reitum sem liggja efst á honum. Til þess bendir m.a. tegundasamsetningin í reit Ml, sem lýst var að ofan, en hann liggur efst á ásnum. Á 13. mynd eru sýnd tengsl valinna tegunda háplantna, mosa og fléttna við niðurstöður reitahnitunarinnar. Þar kemur fram hvemig einstakar tegundir svara breytingum í jarðvegsskilyrðum og jafnframt vísbendingar um hvort þær hafi orðið fyrir áhrifum af beit á tilraunatímanum. Flestar algengustu háplöntutegundimar í gróðurlendinu taka litlum breytingum í tíðni milli reita eins og fram kemur á fjalldrapa (Betula nana), komsúra (Bistorta vivipara), músareyra (Cerastium alpinum), krækilyngi (Empetrum hermafroditum), beitieski (Equisetum variegatum), túnvingli (Festuca richardsonií), þursaskeggi (Kobresia myosuroides), vallhæru (Luzula spicata), grasvíði (Salix herbacea), mosajafna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.