Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 63

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 63
-59- UMRÆÐA Jarðvegur Jarðvegur í tilraunalandinu er móajarðvegur sem er að miklu leyti myndaður við áfok og öskufall (Bjöm Jóhannesson 1988). Þykkt hans, 77-160 cm, er nokkuð mikil í samanburði við niðurstöður annarra rannsókna á þykkt móajarðvegs á norðvesturlandi sem eru frá láglendi (Grétar Guðbergsson 1975; Bjöm Jóhannesson 1988). Sennilegt er að nálægð við hálendisauðnir og minni fjarlægð frá Heklu skýri að einhverju leyti meiri þykkt móajarðvegs á Auðkúluheiði en á láglendi norðvestanlands. Talsverður munur kom fram á þykkt jarðvegsins, efnasamsetningu hans og yfirborðsrofi þrátt fyrir að mestur hluti tilraunalandsins væri sléttlendur og fremur einsleitur yfir að líta. Að jafnaði var jarðvegur dýpstur og næringarríkastur í norðvesturhluta tilraunalandsins við rætur Áfangafellsins, en grynntist til suðausturs og varð næringarsnauðari, auk þess sem yfirborðsrof og grjót í rofum jókst. Á loftmynd af tilraunasvæðinu kemur fram að frostspmngur í jarðvegi em greinilegastar í suðausturhluta tilraunalandsins þar sem jarðvegur var grynnstur en úr þeim dregur smám saman í norðvesturátt með þykknandi jarðvegi. Spmngumar mynda óreglulegt net og komu fram á yfirborði sem krappar lægðir eða skomingar. Allt að 30-40 metrar fjarlægð getur orðið á milli þeirra. Áhrif frosts á jarðveg em væntanlega mest þar sem snjóalög em lítil. Sennilegt er að breytileikinn í þykkt og efnaeiginleikum jarðvegs innan tilraunalandsins mótist mjög af snjódýpt að vetri sem hefur áhrif á gróðurskilyrði og jarðvegsmyndun. Suðausturhluti tilraunalandsins er líklega snjóléttasti hluti þess. Þar skefur snjó frekast af að vetrarlagi og frost verður meira í jarðvegi en þar sem snjóþyngra er. Frosthreyfingar em þar meiri sem sést á því að grjót er í yfirborði flaga. Við þessar aðstæður verða skilyrði gróðurs erfiðari, hann myndar síður samfellda þekju en rof og melablettir verða áberandi. Þetta hefur áhrif á jarðvegsmyndunina sjálfa þar sem dregur úr framleiðslu gróðursins með versnandi gróðurskilyrðum og hann leggur jarðveginum minna til af lífrænum efnum. Niðurstöðum mælinga á efnainnihaldi jarðvegsins ber allvel saman við aðrar rannsóknir á móajarðvegi á grónu landi. Jarðvegur í tilraunalandinu er talsvert snauðari af kolefni og köfnunarefni en þurrlendisjarðvegur á láglendi (Bjami Helgason 1968; Bjöm Jóhannesson 1988; Ólafur Arnalds 1990) en mun ríkari af þessum efnum en jarðvegur á lítið grónu landi eða á uppgræddu landi á sama svæði (Ólafur Amalds og Friðrik Pálmason 1986; Þorsteinn Guðmundsson 1991). Ekki verður séð að mismunur í beitarálagi milli hólfa hafi haft áhrif á efnasamsetningu jarðvegs í tilraunalandinu. Sá munur sem fram kom milli hólfa verður fremur rakinn til landgerðar en beitar. Samanburður á jarðvegi beitilands og friðaðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.