Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 43

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 43
-39- (Selaginella selaginoides), lambagrasi (Silene acaulis) og brjóstagrasi (Thalictrum alpinum) á 13. mynd. Þessar tegundir verða ekki fyrir miklum áhrifum af breytingum í jarðvegsskilyrðum og eða beit milli hólfa í tilraunalandnu. Margar háplöntutegundir breytast verulega að vægi út eftir ási 1 og er það einkum munur í útbreiðslu þeirra og magni sem á þátt í gróðurfarsbreytileikanum í tilraunalandinu. Tegundimar tungljurt (Botrichium lunaria), vorblóm (Draba incana), klóelfting (Equisetum arvense), hvítmaðra (Galium normanii), vallarsveifgras (Poa pratensis), túnsúra (Rumex acetosá) og gulvíðir (Salix phylicifolia) eru bundnar við eða hafa meginvægi sitt í reitum sem liggja neðarlega á ási 1 (13. mynd). Stinnastör (Carex bigilowii) sem var mun algengari en þessar tegundir og fannst um allt tilraunalandið hefur einnig þyngra vægi á neðri hluta áss 1. Eins og fram hefur komið einkennast reitir á þessum hluta ássins af tiltölulega djúpum, næringarríkum jarðvegi og fremur litlu rofi í yfirborði. Þessi skilyrði hljóta að hæfa vel ofangreindum tegundum. Gulvíðir er í hópi þessara tegunda en hann fannst í litlum mæli í tíu reitum í tilraunalandinu og var helmingur þeirra í M hólfinu. I Þ hólfinu kom hann aðeins fram í einum reit en honum er þar haldið niðri af mikilli beit. Nokkrar tegundir háplantna eru bundnar við reiti eða hafa meginvægi sitt í reitum sem liggja á efri hluta áss 1. Þessir reitir einkennast af frernur grunnum, næringarsnauðum jarðvegi með rofi í yfirborði eins og lýst hefur verið. Þessi skilyrði virðast falla vel tegundunum smjörgrasi (Bartsia alpiná), móastör (Carex rupestris), rjúpnalaufi (Dryas octopetalá), lyfjagrasi (Pinguicula vulgaris), grávíði (Salix callicarpaeá), sýkigrasi (Tofieldia pusillá) og bláberjalyngi (Vaccinium uliginosum) (13. mynd). Fjallasveifgras (Poa alpina) sem var útbreitt um allt tilraunalandið virðist einnig hafa heldur meira vægi á efri hluta áss 1. Mosar og fléttur sýndu yfirleitt ekki jafn eindregnar breytingar eftir ási 1 og sumar háplantnanna gerðu, sem bendir til að lágplöntuflóran hafi verið einsleitari milli reita en háplöntuflóran. Mosategundimar Dicranum fuscescens, Drepanocladus uncinatus, Polytrichum alpinum, Racomitrium ericoides (grámosi) og Racomitrium lanuginosum (gamburmosi), sem voru algengastar mosa í tilraunalandinu, voru með hátt vægi í flestum reitum (13. mynd). Mosamir Bartramia ithyphylla, Bryum stenotrichum, Pohlia cruda, Polytrichum juniperinum og Ptilidium ciliare höfðu meira vægi á neðri hluta áss 1. Polytrichum juniperinum fannst í litlum mæli en eins og kemur fram á 10. mynd var áberandi mest um hann í reitum í Þ hólfinu, þar sem aukning hans tengist miklu beitarálagi. Engin mosategund jók verulega vægi sitt út eftir ási 1. Helstu fléttutegundir sem fundust í tilraunalandinu em sýndar á 13. mynd. Flestar þeirra virtust ekki breyttast að vægi út eftir ási 1. Helst vora merki um að Cladonia stricta hefði þyngra vægi á neðri hluta ássins en Alectoria ochroleuca og Thamnolia subuliformis á efri hluta hans. Auk þess að reikna hnit fyrir einstaka reiti gefur DECORANA-fomtið einnig hnit fyrir allar þær plöntutegundir sem koma við sögu í greiningunni. Niðurstöður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.