Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 74

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Blaðsíða 74
-70- Vænleiki lamba, beitarþungi og veðurfar á tilraunatímanum I lok þessarar skýrslu er nauðsynlegt að huga að beitarsögunni á tilraunatímanum, afurðum fjárins og veðurfari, og reyna að tengja þær upplýsingar niðurstöðum gróðurrannsóknanna. Talsverður breytileiki var í sumarhita og úrkomu á Auðkúluheiði á tilraunatímabilinu ef marka má af veðurathugunum á Hveravöllum. í stórum dráttum virðast fylgjast að hækkandi meðalhiti sumars og minnkandi úrkoma (18. mynd). Hlýjustu sumurin á tilraunatímanum voru 1984 og 1976 er meðalhitinn var 6,4 og 6,3 gráður. Svölust voru hins vegar sumurin 1983 og 1979 er meðalhiti var aðeins 4,0 og 4,1 gráða. Beitarþungi var ekki óbreyttur í hveiju hólfi allan tilraunatímann. Á fyrsta sumrinu var 9 ám og 12 lömbum beitt í öll hólfin og hafði hver lambær þá 9, 4 og 2 hektara til beitar yfir sumarið miðað við létta, miðlungs og þunga beit (1. tafla). Breyting var gerð á eftir það og var smám saman dregið úr beit í léttbeittu hólfunum, en hún hins vegar aukin í miðlungs- og þungbeittu hólfunum. Eftir 1979 voru þrjú hólf, FL, FM og FÞ, friðuð fyrir beit út tilraunatímann. Hér verður ekki greint frá þrifum fjárins í þessum hólfum, en Andrés Amalds (1985) hefur fjallað ítarlega um samband beitarþunga og afurða í tilrauninni á Auðkúluheiði tímabilið 1975-1979. Nokkuð var dregið úr beit í miðlungs- og þungbeitta hólfinu frá sumrinu 1982. Fyrsta hluta tilraunatímans var bæði einlembum og tvílembum beitt í hólfin, en frá árinu 1980 var nær eingöngu beitt þar tvflembum (1. tafla). Á 19. myndkemur fram hver beitarþunginn var sumurin 1975-1987. Kosið hefur verið að sýna beitarþungann sem þunga hjarðarinnar (kg/ha) er fer inn í hvert hólf í upphafi beitartíma. Eins og sjá má hefur beitarþunginn sveiflast mest í þungbeitta hólfinu en verið stöðugastur í því léttbeitta. Lengd beitartímans var einnig nokkuð breytileg. Fé var hleypt í tilraunina á tímabilinu 25. júní til 20. júlí, en tekið af fjalli 9. til 17. september. Stystur var beitartíminn 55 dagar sumarið 1979, en lengstur 85 dagar 1980. Að meðaltali var féð 70 daga á beit hvert sumar (1. tafla). Sumurin 1975-1980 var fé sett á tilraunalandið um eða rétt fyrir mánaðarmót júní og júlí, að undanskildu árinu 1979, en sumurin 1981-1987 var það ekki gert fyrr en ein til tvær vikur voru liðnar af júlí og er það í samræmi við almenna seinkun upprekstar á heiðina. Fallþungi tvflembinga af tilraunalandinu tímabilið 1975-1987 er sýndur á 19. mynd. Yfir allt tímabilið var hann að meðaltali 13,8, 12,7 og 11,7 kg í L, M og Þ hólfunum, talin í sömu röð. Til samanburðar má geta þess að meðalfallþungi tvflembinga á tilraunabúinu á Hesti tímabilið 1954-1980 var 14,2 kg (Stefán S. Thorsteinsson o.fl. 1982) og meðalfallþungi lamba (ein- og tvflembinga) á landinu öllu var 13,9 kg tímabilið 1965-1983 (Ólafur R. Dýrmundsson og Jón V. Jónmundsson 1987). Beitarþungi hafði mikil áhrif á fallþunga. Fallþungi var öll ár minnstur í Þ hólfinu, en mestur í L hólfinu að undanskildum tveimur árum. Fyrsta tilraunaárið reyndist fremur lítill munur á fallþunga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.