Fjölrit RALA - 15.04.1996, Side 5

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Side 5
Formáli Skýrsla um jarðræktarrannsóknir á Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1995 er á svipuðu formi og tvö undanfarin ár og kemur út fyrir vetrarlok, heldur fyrr en í fyrra. Einungis er um minni háttar breytingar á uppsetningu að ræða, og tilfærslur á efni eru óverulegar. Helst er þess að geta, að blaðsíðu- titlar koma nú einnig fram sem efnisflokkar í efnisyfirliti. Þar kemur einnig fram hverjir eru ábyrgðarmenn eða umsjónarmenn verkefna eða hluta þeirra, en í staðinn er felld niður sérstök tafla þess efnis sem var aftast í skýrslunni. Ábyrgðarmenn verkefna hafa unnið efnið hver fyrir sig. Þórdís Anna Kristjánsdóttir hefur unnið mest að ritstýringu og gert úr efninu eina skýrslu. Sara Elíasdóttir hefur ásamt henni séð um endanlega ritvinnslu og frágang. Auk niðurstaðna frá 1995 eru birtar uppskerutölur frá upphafi úr tilraun nr. 698-92, nitur og fosfór á hvítsmára, Korpu. Áður birtar niður- stöður eru ekki réttar. Hólmgeir Björnsson

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.