Fjölrit RALA - 15.04.1996, Síða 24
Túnrækt 1995
14
Tilraun nr. 702-91. Áhrif beitar og áburðartíma á endingu vallarfoxgrass, Korpu.
Markmið tilraunarinnar var að mæla hvort vorbeit og áburðartími á vorin hefðu áhrif á
endingu vallarfoxgrass. í stað þess að beita reitina voru þeir slegnir með tilraunasláttuvél.
Þungbeittu reitirnir voru slegnir þrisvar sinnum. Fyrsti sláttutíminn var strax og komin var
nógu mikil ló á reitina til þess að sláttuvélin næði einhverju, síðan var slegið með viku
millibili. Léttbeittu reitirnir voru slegnir einu sinni, við miðsláttutímann.
Reitirnir voru fyrst meðhöndlaðir vorið 1992, en uppskeran var ekki vigtuð um
sumarið. Árin 1993 og 1994 var uppskeran mæld og vegin og þekja vallarfoxgrass metin
síðara árið. Tilrauninni er nú lokið. í ár var hvorki borið á tilraunina né hún slegin. Einungis
var metin þekja vallarfoxgrass og má líta á það sem eftirverkun meðferðar fyrri ára og um leið
aðalniðurstöðu tilraunarinnar.
Þekja vallarfoxgrass i tilrauninni var metin 16. ágúst 1994 og aftur 6. júní 1995.
Þekja vallarfoxgrass, %
Áburður: 1/3 fyrir, 2/3 eftir beit Allt eftir beit Meðaltal
'94 '95 '94 '95 '94 '95
Friðað 40 43 43 53 42 48
Léttbeitt 19 35 31 40 25 38
Þungbeitt 9 23 15 25 12 24
Meðaltal 23 34 30 39
Tilraun nr. 745-95. Stofnar af vallarfoxgrasi í blöndu með Lavang vallarsveifgrasi,
skipting áburðar og sláttutími, Korpu.
Sáð var 3 stofnum af vallarfoxgrasi, Öddu, Vegu og Sögu (bl, b2, b3), í blöndu með Lavang
vallarsveifgrasi. Sáðmagn var um 15,2 kg/ha af vallarfoxgrasi og 7,6 kg/ha af vallarsveifgrasi.
Hverjum stofni var sáð í 24 reiti. Reitir eru því alls 72 og er skipt í 12 smáblokkir. Samreitir
stofna innan blokka eru ætlaðir til að prófa skiptingu áburðar.
c 1. 150+0N Allur áburður að vori.
c2. 100+50N Tveir þriðju N-áburðar að vori.
Smáblokkimar em ætlaðar fyrir mismunandi sláttumeðferð í 3 endurtekningum
al. Fyrri sláttur um 1. júlí (eða um skrið), 2. sl. um 20. ágúst.
a2. Fyrri slátturum 15. júlí (eða 18 d. e. al), 2. sl. um 20. ágúst.
a3. Fyrri sláttur um 1. júlí (eða um skrið), 2. sl. um 3. sept.
a4. Fyrri sláttur um 15. júlí (eða 18 d. e. al), 2. sl. um 3. sept.
Sáð var 3.7. Tilraunin er á sama stykkinu og tilraunir nr. 740-95, 741-95 og 743-95, sjá nánar
um meðferð þeirra.
Sáðlandið var hreint af öðru grasi, sáning tókst vel, og vöxtur varð lítill um haustið.