Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 30
Túnrækt 1995
20
Á Korpúlfsstöðum annast Golfklúbbur Reykjavíkur tilraunina, nema sáningu og mat á reitum.
Flutt var að jarðvegsblanda sem var blönduð sérstaklega í þessu skyni og á að þola þá umferð
sem er á flötum golfvalla, 80% sandur og 20% mold.
Sáð var 27.6. Hinn 19.7. hafði nær ekkert spírað nema rýgresið og smátoppar af
língresi. Næstu 2 daga var úðað með garðkönnu, alls 6 sinnum og sem svarar 5,6 mm regni.
Eftir það spíraði meira, enda var votviðrasamt úr því, en gróðurþekja varð minni en í hinum
tilraununum, og ekkert varð slægt að heitið gæti sem ekki spíraði í júlíbyrjun. Flötin var slegin
í 12 mm hæð 18.9., en gróðri hafði verið eytt milli reita 23.8. Maxicrop, lífrænum áburði, var
dreift yfir flötina 24.7., 18.8. og 8.10., 21 í 201 af vatni hverju sinni, alls sem svarar 370 1/ha af
efni.
Á Hvanneyri er tilraunalandið gamalt tún sem var unnið upp, líklega 1988. Síðan var í því
grænfóður (tilraunir), seinast 1993, en 1994 var landið í tröð. Mjög lítið kom því upp af
túngresi og það mesta, aðallega vallarfoxgras, var tínt burt við sáningu. Hinn 20.6. var sáð og
borið á. Einnig var dreift skeljakalki, nálægt tonni á ha. Valtað var fyrir sáningu, enda
jarðvegurinn afar svampkenndur. Þessi tilraun spratt mest og er þéttast gróin tilraunanna
þriggja. Reitimir voru slegnir um mánaðamótin ágúst-september.
Spírun eða þekja var metin á Hvanneyri (0-4) 13.7. og á Korpu (0-10) 19.7. Þar var rýgresi
orðið mikið spírað þegar 3.7., og 6.7. var þess getið að af língresi væri Leikvin áberandi mest
spírað, Bardot næst, ekki var gert upp á milli Nor og Denso í 3. sæti. Á golfvellinum spíraði
seint og var spírun ekki metin sérstaklega umfram það sem áður getur.
Þekja að hausti var metin á Korpu og á golfvellinum 12.9. og á Hvanneyri 13.9. Matið var
endurtekið á Korpu og á golfvellinum 13.10. og meðaltalið notað. Haustlitir vom enn fremur
metnir, og nokkuð tekið af myndum.
Mjöldögg lagðist á sveifgrasið á Korpu, nokkuð jafnt í öllum endurtekningum, en á golf-
vellinum gætti smitsins aðallega á 5 reitum í einu horni tilraunarinnar. Smitið var metið 12.10.
Mat á mjöldögg (0-10)
Korpa Golfvöllur
(1 endurt.)
6. Fylking SW 1,0 4
7. Ryss Pla. 1,0
8. KvEr9010 Pla. 0,7 1
9. Haga SW 1,0
10. Conni DP 0,7
11. DP 37-61.1 DP 2,0 3
12. Nimbus Ze. 0,3
13. Barcelona Bar. 3,7 6
14. Bartitia Bar. 2,7 3
15. Julia Ceb. 1,3
16. Miracle Ceb. 0,0
Meðaltal 1,3
Staðalskekkja mismunar 0,73
P-gildi 0,002