Fjölrit RALA - 15.04.1996, Síða 39

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Síða 39
29 Kalrannsóknir 1995 ísáning (185-1175) Tilgangur þessara rannsókna er að kanna orsakir þess að ísáning mistekst oft. Vinnutilgátan er sú að eitrun í jarðvegi kunni að hindra viðgang nýgræðings í túnunum. Gerðar voru fjórar tilraunir, ein á túni, ein í pottum og tvær í plastboxum þar sem plöntur spíruðu á síupappír, annars vegar á upplausnarvökva og hins vegar á jarðvegssýnum. Eru þessar tilraunir líkar þeim sem greint var frá í jarðræktarskýrslu 1993. í vallartilrauninni eru plöntumar notaðar sem endurtekningar, en annað uppgjör miðast við meðaltal plantna innan potta eða boxa. 1. Vallartilraun Haustið 1994 var vallarfoxgrasi (Öddu) sáð í ræmu þvert yfir túnspilduna Miðmýri á Möðruvöllum (haustsáning). Sáð var í nýja ræmu þvert yfir túnið 14. júní 1995 (vorsáning). Eftir hinn snjóþunga vetur 1994-1995 þornaði túnið afar seint og var erfitt að finna eðlilega fleti til nákvæmrar rannsóknar. Háði það tilrauninni nokkuð, en þó tókst að mestu að forðast þennan skekkjuvald. Þann 16. júní voru girtir af tveir fletir á hvorri ræmu, annar vel gróinn, hinn kalinn og vaxinn varpasveifgrasi. Helmingur hvers flatar var svo klipptur reglulega til að halda vexti gróðurs niðri. Þann 24. júní var svo, þvert á klippingarreitina, helmingur hvers flatar kalkaður með áburðarkalki (lkg/m2 Faxe kalk, 97% CaC03) og 8. júlí var svo miðja hvers flatar úðuð með lyfi gegn smádýrum (Permetryn, 200 ml í 100 1 vatns/ha) og sveppum (Orthocid 83, 150 g í 100 1 vatns/ha). Þessi hluti flatarins var aðgreindur frá öðrum hlutum með 8 sm hárri plastgirðingu sem stungið var niður í jörðina, þannig að hlaupadýr fari ekki á milli reita. Nokkrar fræplöntur, mismargar í hverjum lið, voru merktar með plastmerkjum og nöglum og fylgst með vexti þeirra fram eftir sumri. Hæðarmælingar voru gerðar á þessum nýgræðingi 25. júlí, 1. ágúst og 30. ágúst. Grösin voru yfirleitt rengluleg og í mörgum tilvikum voru þau visin í oddinn. Aðaláhrif eru þessi: Graslengd, sm P-gildi Tími 25. júlí 2,06 <0,001 1. ágúst 2,70 30. ágúst 4,10 Sáning Vorsáning 3,01 0,399 Haustsáning 2,87 Kal Ókalið tún 2,71 <0,001 Kalið tún 3,27 Kölkun Kalkað 2,98 0,754 Ókalkað 2,92 Úðun Úðað 3,40 <0,001 Ekki úðað 2,47 Sláttur Slegið 2,91 0,915 Óslegið 3,00 Samspil eftirtaldra þátta reyndist marktækt: Sáning x tími, Sáning x úðun, Kal x tími, Úðun x tími, Sláttur x tími, Kal x kalk x úðun, Kal x úðun x sláttur, Sáning x úðun x tími.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.