Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 45

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 45
35 Kalrannsóknir 1995 Frostþolsprófanir á birki og sitkagreni, forverkefni. Verkefni þetta er samvinnuverkefni á milli Skógræktar ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Rannsóknastöðin á Mógilsá lagði til plöntur í verkefnið, en Rala á Möðruvöllum lagði fram tækjabúnað og aðstöðu til frystingarinnar, og Skógrækt ríkisins veitti aðstöðu á Vögium. Allar stofnanirnar komu að vinnunni. Meginmarkmiðið með samvinnunni var að leiða saman mismunandi sérþekkingu og kanna grundvöll að samstarfi milli Skógræktar ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um frostþolsmælingar á trjám og þjálfa um leið vinnubrögð og þróa aðferðir fyrir stærra verkefni. A Mógilsá er sérþekking í skógrækt og starfsmaður Skógræktar ríkisins á Akureyri hefur þekkingu og reynslu af frostþolsprófunum á trjám. A Möðruvöllum er góð aðstaða til frostþolsmælinga, sem notuð hefur verið til rannsókna á jurtkenndum plöntum. Markmiðin voru þessi: 1. Að fá fyrstu hugmyndir um það tímabil árs, hitafar, hitastig við frostþolsprófun og lífeðlisfræðilegt ástand plöntunnar sem gefur besta svörun og aðgreiningu (upplausn) arfgerða í frostþolsprófunum. 2. Að athuga hvort einstakir plöntuhlutar (sprotar) svari frostþolsprófunum eins og heilar plöntur (bakkaplöntur með rætur). 3. Að þjálfa vinnubrögð og kanna möguleika á frekara samstarfi Skógræktar ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins varðandi frostþolsprófanir. Tilraunin átti að hefjast haustið 1995 og Ijúka vorið 1996. Fyrri áfanga, það er haustfrystingunni, er að mestu lokið, en vorfrystingin er eðlilega eftir. Bakkaplöntur voru fluttar frá Mógilsá að Vöglum 10. ágúst og látnar harðna þar utandyra. Valin voru kvæmi sem þóttu líkleg til að hafa ólíkt frostþol bæði vor og haust. Þetta eru tvö kvæmi af birki (frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal og Fögruhlíð í Skagafirði) og tvö kvæmi af sitkagreni ( 6,1 og 20,8). Þrívegis haustið. 1995 (5. september, 20. september og 10. október) voru plöntur sóttar til frystingar á Möðruvöllum. Fyrir frystingu voru sprotar (um 5 sm langir) skornir af hverri plöntu og síðan bæði sprotar og plöntur frystar. Allir sprotar voru merktir þannig að hægt er að bera þá saman við móðurplöntuna. Sprotamir voru settir í frystingu í plastpoka, en plönturnar voru frystar í bökkunum. Var reynt að hlífa rótunum við frosti, því að í náttúrunni er það ofanvöxturinn sem verður fyrir frosti en ekki rótin sem er niðri í jörðinni. Voru rætumar því settar í einangrunarplastkubba og þeim hvolft ofan á frystikistuna þannig að ræturnar voru uppi í plastinu en toppurinn niðri í kistunni. Frystikistan sem um er að ræða er tengd tölvubúnaði, þannig að hægt er að stýra hitastiginu. Auk þess er hún sérútbúin með „framhjáhlaupi” og gengur stöðugt, þannig að hitasveiflur eru í lágmarki. Hitastiginu í kistunni var stýrt þannig að það lækkar um 1°C á klukkutíma og voru sýni af plöntum og sprotum tekin út við þrenns konar hitastig. Sýnin voru síðan sett í kistu við -10°C í 4 tíma, síðan við -5°C í 4 tíma og loks við +2°C svo að þau þiðnuðu rólega. Hitastigið í kistunni og við ræturnar í einangrunarplastinu var mælt með sírita, sjá mynd.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.