Fjölrit RALA - 15.04.1996, Síða 46
Kalrannsóknir 1995
36
Hitastigið við frystinguna er mjög nærri því sem ráðgert var eins og kemur fram á myndinni.
Það er athyglisvert hve vel tókst að einangra ræturnar. Hitastigið hefur lækkað mjög jafnt í
kistunni án þess að rótin hafi frosið verulega. Örlítil en hættulaus óregla kemur á hitastigið
þegar sýni eru tekin út úr kistunni.
Mat á skemmdum plantnanna:
(a) Að lokinni þiðnun voru plöntumar settar í óupphitað gróðurhús á Vögium í Fnjóskadal.
Skemmdir verða metnar þegar plöntumar lifna í vor.
Mat á skemmdum sprotanna var gert á þrjá vegu:
(b) Helmingur sprotanna var settur í vatnsupplausn og látinn standa þar í einn sólarhring. Þá
var leiðni vatnsins mæld og talið að hafi sprotamir skemmst við frystinguna ætti leiðni
vatnsins að aukast vegna þess að sölt leki úr skemmdum ffumunum út í vatnið.
Enginn munur fannst á sprotum með leiðnimælingunni, jafnvel þótt frostskemmdir væru
ótvíræðar. Þessi aðferð telst því vera ónothæf með þeim tækjabúnaði sem notaður var.
(c) Eftir leiðnimælinguna var þessum sömu sprotum plantað út í bakka og þeim komið fyrir
undir þokuúðun á Vöglum. Að þrem vikum liðnum voru skemmdir metnar á sprotunum. Var
hver sproti skorinn eftir endilöngu og skráð hve mikill hluti veljarins væri dauður eða lifandi
og hve langt skemmdir næðu niður eftir sprotanum.
Skemmdir voru metnar annars vegar á stöngli og hins vegar á toppbrumi (0=óskemmt,
10=aldautt). Meðaltal var tekið af frost-liðunum þremur.
Skemmdir á toppbrumi sitkagrenis
5. sept. 20. sept. 10. okt.
Kvœmi 20,8 2,2 3,4 1,7
Kvæmi 6,1 5,6 5,3 2,6
Munurinn á sitkagreniskvæmunum er mjög greinilegur. Kvæmi nr. 6,1 er suðlægara en 20,8
og því var viðbúið að herðingin yrði seinni og frostskemmdirnar meiri.