Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 47
37
Kalrannsóknir 1995
Skemmdir á stöngli
Tegund 5. sept. 20. sept. 10. okt.
Sitkagreni 12,9 10,3 0,0
Birki 0,0 15,0 0,0
Grenið herðist þegar líður á haustið, en birkið hefur skemmst óeðlilega mikið 20. sept.
(d) Þriðja aðferðin við mat á frostskemmdum sprota var sú að rista sprotana endilangt eftir
þiðnun og leggja þá í 1% lausn af Trifenyltetrazoliumklóríði (TTC). A þetta efni að lita lifandi
frumur rauðar en ekki þær sem dauðar eru. Litun var metin að sólarhring liðnum (0=óskemmt,
10=aldautt).
í lituninni kom í ljós munur á sprotum. Við matið var ekki skilið á milli skemmda á stöngli og
brumi. Fyrstu niðurstöður benda til þess að aðferðin henti ekki nógu vel. Litunin sýnir miklu
minni skemmdir en þokuúðunin, sem bendir e.t.v. til vanmats á skemmdum með lituninni. Oft
var erfitt að gera sér grein fyrir umfangi skemmdanna í lituninni og litabreytingar voru oft
óljósar. Ekki er þó rétt að afskrifa þessa aðferð strax. Aðskilið mat á stöngli og toppbrumi
mun án efa gefa betri árangur. Einnig þarf að skilgreina betur skemmdirnar út frá blæbrigðum
litarins.
Mat á skemmdum við -14°C:
Tegund 5. sept. 20. sept. 10. okt.
Sitkagreni 3,5 2,0 3,3
Birki 0,2 0,3 0,3
Skemmdir á sitkagreni eru óeðlilega miklar 10. október. Skemmdir á birki eru svipaðar alla
dagana, sem einnig er óeðlilegt.