Fjölrit RALA - 15.04.1996, Síða 52
Smári 1995
42
Norðsmári (132-9934)
Tilraun nr. 700-92. Samanburður á hvítsmárastofnum.
Bornir eru saman 10 finnskir, 12 sænskir, 6 norskir og 2 íslenskir stofnar af hvítsmára. Eru
allir norðlægir og einnig í prófun annars staðar á Norðurlöndunum. Stofnunum var plantað út í
gróið tún á Korpu. Hver reitur er 1 m2 með 49 plöntum. Endurtekningar eru þrjár.
Reitirnir hafa nú verið metnir í tvö ár og verður unnið sameiginlega úr gögnum frá
öllum þátttökustöðum. Á Korpu hafa íslensku stofnarnir alls ekki komið vel út. Norskir
stofnar reynast þar öflugastir. Landið, sem plantað var í hefur verið nokkuð misjafnt og er
nokkur reitamunur af þeim sökum.
Hvítsmári og bakteríur (132-9315)
Tilraun, sem var lögð út í Gunnarsholti sumarið 1994, með þekktum bakteríustofnum, hvít-
smára og túnvingli, var slegin og sýni af bakteríum tekið og sent til Þrymseyjar í Noregi. Þar
eru bakteríurnar greindar með DNA fingrafaraaðferð til að mæla hvernig þeim reiðir af í
jarðvegi. Tilraunin gefur vísbendingar um að rétt sé að vanda til vals á rótarhnýðisbakteríum
og nota fleiri en einn stofn.
Samreitir eru 4, reitastærð 2x5m.
Uppskera, kg þurrefnis/ha
Smári Gras
2
3
4
5
Bakteríustofn nr. 100
nr. 2
nr. 3
nr. 1,2 og 3
Ósmitað
288
379
186
663
119
2375
2350
2125
2413
2813
Meðaltal
Staðalskekkja mismunarins
P-gildi
327
98
2415
238
0,001
0,13