Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 56
Landgræðsla 1995 46
1. Sauðvingull Sáðmagn Þekja 13.9.
kg/ha (0-3)
1. Tournament Zel. 25 2
2. Livina Lip. 25 1,3
3. Barfina Bar. 25 2
4. Bardur Bar. 25 1,7
5. Pintor Zel. 25 2
6. Pamela DP 23 L7
7. VáFol Pla. 25 1,7
8. Quatro Ceb. 25 2
9. Eureka Ceb. 25 2
19. Scaldis V.d.H. 25 1,7
2. Túnvingull
10. Cindy Ceb. 25 2
11. VáRs50-4 Pla. 25 1,7
12. HoRs061087 Pla. 25 1,7
13. Pernille DP 23 3
14. Leik Pla. 25 2
15. Sámur RALA 50 1,3
3. Puntgrös
16. Origin Norcoast RALA 25 2,7
17. Jóra RALA 40 1
18. Unnur RALA 40 1
Jóra og Unnur eru snarrótarstofnar. Súrufræ er að finna í Jóru.
Nokkuð jafnt hefur komið upp í tilrauninni á Öxnadalsheiði og lofar hún góðu, þótt
grasplönturnar væru enn örsmáar um haustið.
í Hörgárdal
Tilraunin er nálægt vegamótum neðan Bægisár í um 70 m hæð y.s. Tvær blokkir eru í
gryfjubakka rétt við vegamótin. Bakkanum hefur verið ýtt niður og er víðast ágæt
moldarblanda á yfirborði, þótt grýtt sé. Sáðbeðurinn var allur gróðurvana. I melinn hafði verið
sáð Leik túnvingli og snarrót, einnig var nokkuð um smára. Ein blokkin er aðeins sunnar,
handan Hörgár í tungunni milli ánna, í gamalli gryfju. Landið hafði ekki verið hreyft nýlega
og var þurrt og gróft. Reitunum hallar móti suðri. Einstaka plöntur sáust upp úr melnum, m.a.
hvítsmári.
í sáningunum í Hörgárdal hafði mjög lítið spírað 13.9., þó víðast eitthvað, og meira í
gryfjubakkanum við vegamótin en í gömlu gryfjunni. í honum fá stofnar nr. 3, 4, 5, 11, 13 og
15 einkunnina 2 í a.m.k. annarri endurtekningunni, og nr. 14 (Leik) fær einkunnimar 2 og 3.1
þessari tilraun var einnig liður þar sem snarrótarstofninum Unni var sáð í blöndu með Baroldi,
sumareinæru rýgresi. Það spíraði lítið og því verða þessir reitir eins og hreinir snarrótarreitir.