Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 69

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 69
59 Korn 1995 Tilraun nr. 747-95. Samanburður á hafraafbrigðum. Um árabil hafa Pol-hafrar frá Norður Noregi verið eina afbrigðið, sem hér hefur verið ræktað til koms, enda eru þeir mjög fljótþroska. Nú eru þeir horfnir af markaði og áríðandi orðið að finna arftaka þeirra. Því voru leituð uppi sjö fljótustu hafraafbrigðin, sem fáanleg eru, og var þar farið eftir norskum tilraunaskýrslum. í sumar voru þau borin saman í tveimur tilraunum. Aarre, Sisko og Veli eru finnsk afbrigði, hin eru norsk. A báðum stöðum var áburður jafngildi 50 kg N/ha í Græði 1. Sáð var 2. maí á Þorvaldseyri og 17. maí á Korpu. Skorið var 28. september á Þorvaldseyri og 3. október á Korpu. Röð eftir þroska (þe. % v/skurð) Þo Ko Mt. i. Sisko 64 70 67 2. Kolbu 65 69 67 3. Olram 61 68 64 4. Martin 62 64 63 5. Kapp 60 63 62 6. Aarre 56 64 60 7. Veli 55 64 60 Meðaltal 60 66 63 Röð eftir uppskeru (korn, hkg/ha) Þo Ko Mt. 1. Martin 38,8 20,7 30,0 2. Sisko 35,0 19,6 27,3 3. Kapp 35,1 17,9 26,5 4. Kolbu 30,5 18,7 24,6 5. Aarre 30,3 15,9 23,1 6. Veli 26,1 13,1 19,6 7. Olram 23,0 13,8 18,4 Meðaltal 31,3 17,2 24,2 Eftir þessu er líklega réttast að mæla með Martin og Sisko, þótt Kolbu komi einnig til greina. Tölurnar sýna líka, að komuppskera af höfrum er ekki minni en af byggi. Tilraun nr. 718-95. Sprettutími korns. Gerð var tilraun með sáðtíma og skurðartíma byggs á Korpu árið 1993. Þá reyndist best að sá sem fyrst og fyrsti sáðtíminn var 16. apríl. Það vor var jörð reyndar klakalaus. f vor er leið var tilraunin gerð aftur lítið breytt. Land hafði að mestu verið unnið haustið áður. Notað var afbrigðið Mari og samreitir voru fjórir. Fyrsti sáðtími var valinn 25. apríl. Þá var þurrafrost og klaki við yfirborð. Farið var með tætara yfir flagið. Hann skrölti á klakanum og eftir lá 8 sm þykk mylsna. í hana var sáð og það heitir fyrsti sáðtími. Milli sáðtíma voru hafðar 60 daggráður. Komið var að næsta sáðtíma 7. maí. Þá höfðu gengið rigningar og flagið var ein forarvilpa. I hana var sáð, eins og ekkert hefði í skorist. Þá voru 12 sm niður á klaka. Nú liðu enn 60 daggráður og var þá kominn 20. maí, 20 sm á klaka og sæmilega þurrt um. Þá var jörð nálægt því að vera tilbúin, ef það getur orðið, þegar klaki er álnardjúpur undir. Þá var landið unnið vel og korni komið niður í reiti síðasta sáðtíma. Skurðartímar voru svo fjórir í september, líka með 60 daggráða bili. Skemmsti sprettutíminn var 1080 og sá lengsti 1380 daggráður. Frost gerði þriðju nótt eftir síðasta skurðartíma og má segja, að sumarið hafi verið nýtt til hlítar. Niðurstöður urðu furðu reglulegar og fylgja hér í töflu. Þúsundkornaþungi er mælikvarði á þroska kornsins.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.