Fjölrit RALA - 15.04.1996, Side 72
Korn 1995
62
Uppgjör á afbrigðatilraunum fyrri ára.
Teknar voru til meðferðar tilraunir frá árunum 1990-96. Tilraunir, þar sem uppskera
viðmiðunarafbrigða var að marki minni en 10 hkg korns/ha voru sniðgengnar. Þar með voru
úr leik tilraunir skemmdar af þurrki 1990 og '91 og frosti 1992 og '93. Þar að auki voru
sexraðaafbrigðin felld niður, ef metið kornhrun var meira en 1 á kvarðanum 0-3. Síðastnefndu
takmörkuninni var ekki beitt í fyrra. Því hefur nú fækkað nokkuð þeim tilraunum, sem að baki
sexraðaafbrigðanna standa og afbrigðið Thule fellur niður. Að öðru leyti er úrvinnsla gagna
söm og í fyrra og aðferðum er lýst í skýrslu þess árs. Samspil stofna og staða var reiknað sem
hending og varð ríkjandi í skekkju á samanburði milli stofna. Tilraunum með mismunandi
tilraunaskekkju var gefið mismikið vægi líkt og tilraunir með mikla skekkju hefðu færri
samreiti en hinar. Afbrigðunum var raðað eftir besta línulegu mati á uppskeru (BLUE).
Til uppgjörs komu að þessu sinni 49 tilraunir. Tvíraðaafbrigðin koma fram í 46 þeirra en
þau sexraða í 31. Eins og áður voru þessir flokkar gerðir upp hvor í sínu lagi og engin tilraun
gerð til þess að bera þá saman. Ástæðan er sú, að vegna mismunandi áhrifa veðurs á þessa tvo
flokka afbrigða raðast sexraðaafbrigðin oft annaðhvort efst eða neðst í einstökum tilraunum og
auka þar með skekkjuna óhóflega.
Upp- skera hkg/ha Skekkja samanb. v/st.afbr. Fjöldi til- rauna Upp- skera hkg/ha Skekkja samanb. v/st.afbr. Fjöldi til- rauna
Sexraðaafbrigði
1. Artturi 30,3 2,18 4 5. Olsok 28,9 1,60 9
2. VoH2825 29,6 1,50 10 6. VoH2845 28,5 - 26
3. Arve 29,3 1,44 12 7. Nord 27,2 1,18 21
4. v85-16 29,1 1,59 12 8. Bamse 27,2 1,51 11
Tvíraðaafbrigði
1.X96-13 26,5 0,94 19 17. X121-20 22,2 1,27 7
2. x21-7 26,2 1,04 9 18. v34-7 22,1 0,79 25
3. x 123-7 26,1 1,29 6 19. x2-36 22,1 1,20 8
4. ÁB-1 25,7 0,96 12 20. Filippa 21,9 1,20 6
5.X96-9 24,8 1,04 11 21. x 124-11 21,8 1,25 7
6. x33-ll 24,6 1,36 6 22. x 134-2 21,7 1,22 8
7. Gunilla 24,6 0,88 20 23. Lilly 21,6 0,75 28
8. x96-14 24,6 1,15 8 24. xl01-22 21,5 1,22 8
9.X123-1 24,2 1,23 8 25. Naim 21,2 0,91 15
10. Sunnita 23,9 0,81 19 26. ÁB-3 20,8 1,69 4
11. x97-l 1 23,8 1,16 8 27. Olve 20,7 1,52 5
12. x71-l 23,7 1,18 7 28. ÁB-5 20,6 1,10 9
13. x7-10 23,3 1,29 6 29. x 124-9 20,3 1,32 6
14. ÁB-19 23,1 1,16 7 30. Tyra 19,3 1,12 9
15.046A 22,8 1,20 7 31. xl01-14 17,8 1,39 6
16. Mari 22,5 - 46 32. ÁB-4 17,7 1,29 6
J