Fjölrit RALA - 15.04.1996, Qupperneq 75
65
Fræ1995
Frærækt (132-1144)
Sumarið 1995 var sláttuþreskivél, sem hægt er að slá tilraunareiti með, notuð til að mæla
fræuppskeru á reitum í Gunnarsholti.
Allir frætökureitir voru úðaðir að hluta með brómofenoxíni eða þar sem mikið var af illgresi.
Fyrir fræslátt voru framandi grös reytt úr reitunum. Við fræhreinsun var hundasúrufræ tínt úr.
í smáreitum eru eftirtaldir stofnar, þar sem fræuppskera er mæld.
Uppskera Uppskera
Túnvingull kg fræ/ha Vallarsveifgras kg fræ/ha
RlFr 9101 54 Eiríkur rauði (RlPp8905) 220
RlFr 9102 42 RlPp8904 10
RlFr 9103 75 RlPp9101 20
RlFr9104 20 RlPp9103 10
Stofnar, sem ákveðið hefur verið að taka í frærækt, eru í fjöigunarreitum. Heildaruppskera
árið 1995 var eftirfarandi:
Beringspuntur Tumi, 20 kg
Vallarsveifgras Eiríkur rauði (RlPp8905), 15 kg af 1. fl. og 5 kg af 2.fl.
RlPp8904, 7 kg.
Snarrót Teitur í fjölgunarreit, en ekki var hægt að taka fræ af honum.
Baunagras Baunagrasffæi hefur verið safnað á undanfömum ámm og tilraunir með
nýtingu þess verið gerðar. Sumarið 1995 var sáð í 500 m2 spildu með sáðvél
og tókst sú sáning allvel. Fyrir sáningu var fræið burstað til að rjúfa frædvala
og verkað með skordýraeitri til að koma í veg fyrir afrán á spírandi fræjum
og tókst sú aðgerð vel. Markmið þessarar sáningar var að búa til frætökureit
sem hægt verður að slá með sláttuþreskivél.
Fræi af vallarfoxgrasi, melgresi, dúnmel, strandreyr, umfeðmingi, baunagrasi, fjallalykkju,
margblaðalúpínu og skriðlu var einnig safnað í smáum stfl úr hnausasafni eða úr smáreitum.
Frærannsóknir (185-1105)
Alls komu 118 fræsýni af 15 tegundum til gæðaprófunir á Möðruvöllum árið 1995. Dreifmg
eftir tegundum fer hér á eftir.
Tegund Fjöldi sýna
Tegund Fjöldi sýna
Beringspuntur 12
Birki 62
Bygg 11
Elri 3
Hafrar 1
Háliðagras I
Lúpína 1
Repja 1
Rýgresi 1
Snarrót 6
Strandreyr 1
Túnvingull 4
Vallarfoxgras 1
Vallarsveifgras 8
Grasfræblöndur 4