Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 26

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 26
Túnrækt 1998 18 Tilraun nr. 744-95. Samanburður á grasflatargrösum, Korpu, Korpúlfsstöðum og Hvanneyri. Áburður var 240 kg N/ha í Græði 6. Á Korpúlfsstöðum var borið á 4 sinnum, 9.5., 19.6., 9.7. og 26.8., fjórðungur áburðar í senn. Á Korpu var helmingurinn borinn á 4.5. afgangurinn tvískiptur 9.7. og 26.8. Á Hvanneyri var aðeins borið á um vorið, 120 kg N/ha Á Korpu var flötin slegin 9 sinnum frá 20.5. til 8.9. Slegið var þegar grasið var komið í um 10 sm hæð, sláttuhæð um 3-4 sm. Á golfvellinum á Korpúlfsstöðum var flötin slegin eins og holuvöllur, alls 42 sinnum í 12 mm sláttuhæð á 18-19 vikna tímabili frá um 18.5. til um 22.9. (21.-39. vika). Slegið var þrisvar til fjórum sinnum í viku frá um 6.7. til um 28.8. (28.-35. vika, fjórum sinnum í 30.-32. viku), tvisvar í viku í tvær vikur á undan og eftir og einu sinni í viku fimm fyrstu vikumar og tvær þær síðustu. Vökvað var 10 sinnum frá 11.6. til 29.7. Allar einkunnir em á skalanum 0-10, nema á Korpu mosi 0-3 og heildareinkunn 1-5, og kal á Hvanneyri var metið sem hundraðshluti flatar. Fleiri einkunnir vom gefnar en sýndar em. Á Korpu var metin heildarþekja um vorið. Auk sáðgresis var jafnan metið annað gras og illgresi. Látið er nægja að sýna meðaltal af einkunnum fyrir sáðgresi nema á Korpu, en á Hvanneyri munar þó einnig nokkm á einkunnum vor og haust. Við mat á heildareinkunn á Korpu var sleppt að meta língresis- og rýgresisreiti. Orðið var of áliðið til að meta língresi og hlutur rýgresis var of lítill til að það tæki því að meta það. Við útreikning á staðalskekkju og P-gildi var rýgresi jafnan sleppt og á Korpu einnig língresi. Gmnur leikur á að ein einkunn fyrir grænan lit á Cindy á Korpúlfsstöðum hafi verið rangt skráð og að slepptu þessu yrki lækkar skekkjan í 0,72 og P-gildið í 0,002. Sveifgrasið Mardona var í fyrri tilraunaskýrslum kallað DP37-61,!.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.