Fjölrit RALA - 20.04.1999, Blaðsíða 60
Kynbætur 1998
52
Stvtting kvnslóðabils
Blómgun var ekki jafn góð í sumar eins og síðasta sumar og fengust ekki fræ nema af hluta
lína. Til að reyna að fá áreiðanlegri blómgun á fyrsta ári og til að kanna hvort mögulegt er að
fá tvær kynslóðir á ári verður reynd ræktun við lýsingu í gróðurhúsi á Korpu í vetur.
Áhugaverðar plöntur hafa verið valdar til að rækta til frætekju í vetur.
Framköllun stökkbrevtinga
Dánartíðni þeirra plantna sem komu af fræi, sem geislað var til að framkalla stökkbreytingar,
var mjög há. Eitt litarafbrigði hefur þó komið fram, ekkert fræ fékkst af þeirri plöntu. Fræ
fékkst af 3 plöntum.
Ræktunarprófanir á L. vohvhyllus
Sætt afbrigði af L. polyphyllus (var. SF/TA), sem kom frá dr. Tadeuz Ansiewski í Joensuu í
Finnlandi, virðist ekki eins þolið og L. nootkatensis. Því var sáð í reiti við mismunandi erfiðar
aðstæður í Gunnarsholti, á Geitasandi og á Korpu árið 1997, en allar plöntumar dóu í vetur. L.
nootkatensis lifði aðeins af á Geitasandi. Allar plöntur af þeim 39 afbrigðum af L. polyphyllus
frá genbönkum í Bandaríkjunum, sem plantað var út í ræktunarprófanir, dóu. L. polyphyllus
frá Alaska, sem plantað var út, vex vel, einnig L. polyphyllus (var. SF/TA). Margt bendir til að
L. polyphyllus sé aðlagaður annars konar jarðvegi en L. nootkatensis frekar en að hann þoli illa
veðurfar hérlendis. Til að afla frekari upplýsinga um vaxtarhætti þessara plantna var í sumar
plantað út á Geitasandi og á Korpu fjórum afbrigðum af L. polyphyllus úr safni Óla Vals auk L.
polyphyllus (var. SF/TA). Talsvert fræ fékkst í haust og var fræuppskera mæld á Korpu og
Geitasandi.
Beiskiuefnamælingar
Ný aðferð til mœlinga á heildarinnihaldi beiskjuefna.
Byrjað er að mæla með aðferð dr. von Baer. Vemlegar breytingar hefur þurft að gera á
aðferðinni til að laga hana að mælingum á blaðmassa í stað fræs. Nauðsynlegt hefur reynst að
bæta inn þrepi, þar sem litarefni í blaðmassa em skilin frá, til að fá áreiðanlegar mælingar á
sýnum sem innihalda lítið af beiskjuefnum.
Mcelingar á plöntum í akri.
Mæld hafa verið nokkur afbrigði L. polyphyllus og L. nootkatensis með aðferð dr. von Baer.
Einnig hefur nokkuð af plöntum verið mælt með Dragendorf aðferð.
Frumathuganir á verkunaraðferðum
Gerðar vom verkunartilraunir með úrskolun beiskjuefna í sumar en mælingum er ekki lokið.
Athuganir á æxlunarkerfum L. nootkatensis
Gróðursettar vom úti á Korpu plöntur með litarstökkbreytingum. Erfðir þessara stökk-
breytinga em nokkuð vel þekkar og má telja víst að um víkjandi gen sé að ræða. Foreldrar
þessara plantna uxu ýmist við náttúmlegar aðstæður eða höfðu verið fluttir á Korpu. Hlutfall
plantna, sem halda litareinkennum sínum, gefur vísbendingu um hlutfall aðfrjóvgunar og sjálf-
frjóvgunar.