Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 30

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 30
Kalrannsóknir 1998 22 Árangur ísáningar (161-9286) Með ísáningu er átt við að sáð sé í óunnin svörð, oftast þó kalin tún. Notuð hefur verið þar til gerð vél, sem rispar svörðinn undir fræið. Vallarfoxgras á Möðruvöllum frá 1996. ísáð var í tilraunina sumarið 1996. Hlutdeild vallarfoxgrass var metin 5. september 1998: Þekja vallarfoxgrass, % 5. september 1998 Meðaltal 3 ára A. Engin meðferð (bara sáð) 60 55 B. Illgresislyf 1996, Roundup 85 85 C. Skordýralyf 1996, Permasect 55 58 D. Sveppalyf 1996, Orthocid 49 45 E. Kalkað 1996, náttúrukalk 49 54 Vallarfoxgras á Möðruvöllum, Barká og Dagverðareyri. ísáð var í tilraunimar vorið 1997. Úðun gegn illgresi fór fram 6 eða 9 dögum eftir ísáningu, og er líklegt að þess vegna hafi lyfið eitthvað drepið af nýgræðingnum, sem hefur verið kominn á stað. Einungis á Barká hafði ísáning hafði að einhverju leyti tekist á reitum úðuðum gegn illgresi. Sáð var að nýju í þessa reiti (F-liði) á Möðravöllum og Dagverðareyri 22. maí 1998. Þekja vallarfoxgrass var metin 16. júní og aftur 30. júní (ekki á Möðravöllum í seinna skiptið), og er gefið upp meðaltal beggja. Þekja vallarfoxgrass, % Barká Dagverðareyri Möðruvellir A. Ósáð, utan tilraunar B. Sáð, ómeðhöndlað 32 ' 33 43 C. Sáð, vökvað 33 20 40 D. Sáð, slegið 35 24 20 E. Sáð, sina rökuð 32 29 15 F. Sáð, úðað með Roundup 79 22 20 G. Sáð, úðað með Permasect 23 25 25 H. Sáð, úðað með Orthocid 17 33 24 Tilraunir með skolsýni Hugmyndin er að athuga hvort vaxtartefjandi efni séu í jarðveginum. Þann 13. maí voru tekin jarðvegssýni úr tilraununum þremur (F-liðum) á Barká, Dagverðareyri og Möðruvöllum. Skolsýni voru gerð úr yfirborðsskóf (sina og gras með), 0-2 sm dýpt og 6-8 sm dýpt. Fimm forspíruð gúrkufræ voru sett á síupappír og pakkað inní svart plast, svo að plöntumar uxu í myrkri. Síupappírinn var vættur með skolvökva og vatn til viðmiðunar, síðar vom öll sýni vökvuð með næringarlausn. Geymt við 26°C. Mæld var uppskera, þ.e. rótarlengd og lengd kímstönguls eftir 5 og 7 daga.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.