Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 52

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 52
Ræktun lúpínu 1998 44 Ræktunartilraunir með alaskalúpínu (Hagnýting belgjurta 132-9360) Unnið er að því að koma til jöfnum lúpínubreiðum sem henti til tilrauna á næstu áram, annars vegar með gróðursetningu og hins vegar með sáningu. Gróðursetning Á Bændaskólanum á Hvanneyri var lúpínu sáð í bakka í gróðurhúsi. Lúpína spírar illa og vex mjög misjafnt. Því var gert ráð fyrir veralegum vanhöldum og sáð í 16000 potta (3 fræ saman og grisjað svo að ein planta væri eftir í bakka) þótt aðeins ætti að nota um 12000. Vanhöld urðu þó nokkru meiri. Gróðursett var 9.-15. júní, fyrst á Geitasandi, svo á Korpu. Á Geitasandi vora gróðursettar 5376 plöntur alls í 504 m2 og á Korpu 4284 plöntur í 476 m2. Var það um 2300 plöntum minna en áætlað hafði verið að planta á Korpu því að veikburða plöntum var hent. Gróðursettar vora 9 plöntur/m2, nema í 8 af 12 reitum í tilraun nr. 775-98 með mismunandi þéttleika á Geitasandi. Að öðra leyti á að nota þessa lúpínu í uppskera- mælingu á mismunandi tímum sumars. Lítil tilraun, nr. 773-98, hófst sumarið 1998. Nokkra stærri tilraun verður á Korpu 1999-2000, en aðaltilraunin hefst sumarið 2000 og á að standa í nokkur ár. Árangur gróðursetningarinnar var ágætur, allar plöntumar lifðu og uxu vel. Sáning Sáð var í um 1030 m2 á Korpu 24. júní og í um 1400 m2 á Geitasandi 1. júlí. Sáð var með tilraunasáðvél í land sem hafði verið plægt og unnið um vorið. Á Korpu var grasi auk þess eytt með Roundup, en á Geitasandi var þess ekki þörf. Fræið hafði verið rispað til að auka spíran og það var smitað með viðeigandi rótarhnúðagerlum. Áætlað sáðmagn var um 66 fræ/m2 á Geitasandi. Á Korpu hafði fræið legið lengur í röku smitinu og því bólgnað meira. Er áætlað að sáðmagn hafi verið um helmingi minna þar. Vegna þess hve seint var sáð- vora við sáningu borin á um 56 kg N/ha í Græði 5 svo að plöntumar næðu nægum þroska í sumar til að lifa af veturinn. Á Geitasandi varð landið mikið til hulið ýmsum gróðri, aðallega tvíkímblaða, ekki þó mjög þéttum. Ekki leit út fyrir að lúpínan hefði orðið fyrir veralegri samkeppni af þessum gróðri. Um haustið vora lúpínuplöntur taldar á tíu 4 m2 reitum, hver reitur fjórskiptur í talningu, og var fjöldinn frá 4,75 til 14,5 og að meðaltali 9,0 plöntur/m2. Spíran var því um 14%. Spírunin var heldur minni eftir því sem illgresi var meira og munar um 4,3±2,4 pl./m2 frá minnstu til mestu þekju. Þótt niðurstöðumar sýni nokkuð ójafna spíran er talið að þetta muni gefa svo jafna breiðu að viðunandi megi teljast til tilrauna. Reitimir, sem talið var á, vora merktir með hælum til þess að unnt verði að fylgjast með því hvort plöntumar lifa af veturinn eða hvort fleiri fræ eigi eftir að spíra. Á Korpu var talið á átta 4 m2 reitum líkt og á Geitasandi. Niðurstaðan var 1,75 til 10,0 plöntur/m2, 4,4 að meðaltali. Sáningin skiptist nokkuð til helminga. I syðri hlutanum var þéttleikinn viðunandi, 6,1 planta/m2 og lítið um annan gróður. I hinum hlutanum vora 2,7 plöntur/m2 og töluverður vöxtur ýmissa tvíkímblaða tegunda. Vöxtur þeirra kann að hafa dregið úr vexti lúpínunnar. Þó er ekki líklegt að hann hafi hamlað spíran eða valdið dauða lúpínuplantna. Fremur er talið að lakari skilyrði til spíranar lúpínu hafi fallið saman við betri skilyrði til vaxtar illgresis. Gras er nær ekkert. Fylgst verður með lifun plantna í vetur og spíran líkt og á Geitasandi. Til þess að ná viðunandi og jöfnum þéttleika er gert ráð fyrir að ala upp lúpínuplöntur og gróðursetja í eyður vorið 1999. Ekki er fullráðið til hvers þessi lúpína, sem var sáð, verður notuð. Á Korpu verður hluti hennar að líkindum notaður í tilraun með uppskeramælingu á mismunandi tímum sumars því að minna var gróðursett en ætlað var. Á Geitasandi er ráðgerð áburðartilraun.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.