Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 53

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 53
45 Ræktun lúpínu 1998 Tilraun nr. 773-98. Athugun á vexti lúpínu 1998 og 1999. Ræktunartilraunir með lúpínu em einkum gerðar í þeim tilgangi að kanna hvaða áhrif það hefur á vöxt hennar og lifun að fjarlægja ofanjarðarhluta plöntunnar á ýmsum tímum sumars. Sumarið 1998 voru 117 plöntur teknar til þessara athugana, skipt gróflega í blokkir eftir stærð, 13 í blokk. Úr hverri blokk var ein planta tekin til að mæla stærð þeirra við góðursetningu þann 11.6., skipt í blöð og stöngul annars vegar og rætur hins vegar, en hinar gróðursettar. Á um mánaðarfresti, 14.7., 13.8. og 16.9., vom svo 3 plöntur valdar af handahófi í hverri blokk, ofanjarðarhlutinn klipptur af um 1 sm ofan yfírborðs og greindur í blöð og stöngul. Þrjár þessara plantna náðu að mynda blóm í sumar. Ein af hverjum þrem plöntum var grafin upp og rætur þvegnar og vegnar, einnig var aðskilinn frá rótum og mældur sérstaklega sá hluti plöntunnar neðanjarðar sem er neðsti hluti stönguls, þótt hér á eftir verði hann talinn til róta. Hinar plöntumar tvær í hverri blokk vom skildar eftir til að mæla stærð þeirra seinna, aðra í október 1998, hina að vori 1999. Hinn 12.10. vom svo mældar plöntur sem vom klipptar fyrr um sumarið, blöð, stönglar og rætur, og bætt við tveimur plöntum í hverri blokk, önnur aðeins klippt. Að vori er svo gert ráð fyrir að grafa upp allar þær plöntur sem eftir em, alls fimm í hverri blokk, þar af ein sem var ekki klippt í sumar. Þyngd plöntu ofanjarðar, g þe. Blaðhlutfall. % Fyrri Endurvöxtur Staðalffávik Fyrri Endurvöxtur klipping 12.10. innan blokka í fyrri klippingu klipping 12.10. 11.6. 0,32 14.7. 1,46 1,42 0,82 78 81 13.8. 4,06 0,50 2,55 76 86 16.9. 5,53 0,14 3,07 69 84 12.10. 6,24 7,34 77 Mældar vom 9 plöntur 11.6., 27 plöntur í hvort skipti í júlí til september og 18 plöntur 12.10., auk þess sem þá var mældur endurvöxtur frá júlí til september, á 9 plöntum frá hverju skipti. Eins og staðalfrávikið sýnir vom plöntur mjög misjafnar og dreifingin skekkt. Skiptingin í blokkir kom að fremur litlu haldi. Þegar klippt var í október vom þær plöntur, sem vom óhreyfðar, flestar famar að visna nokkuð og léttast. Þá mældust hins vegar tvær stærstu plöntumar og önnur þeirra tvöföld á við þá næstu, 31 g. Er það skýringin á því að hærra meðaltal fékkst í október en september. Staðalskekkja meðalblaðhlutfalls í fyrri klippingu var 3,2. í október komu til mælingar samkvæmt áætlun 27 plöntur, sem höfðu verið klipptar fyrr um sumarið. Þar af vom 10 plöntur svo lágvaxnar að ekkert var klippt og ofanjarðarvöxtur mældist því enginn. Þyngd róta (neðanjarðarhluta), g þe. Fyrri Seinni sýnitaka sýnitaka 12.10. 11.6. 0,20 14.7. 0,59 5,12 13.8. 2,29 4,58 16.9. 6,48 10,87 12.10. 11,89

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.