Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 54

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 54
Ræktun lúpínu 1998 46 Sá hluti plöntunnar neðanjarðar, sem var greindur frá og kallaður neðanjarðarstöngull, var frá 12% í október til 19% í ágúst og september. Þessi aðgreining er þó óviss. í þessari mælingu var aðeins mæld ein planta úr blokk hverju sinni, þ.e. 9 plöntur alls. Sömu plöntur eru að baki niðurstöðum í næstu töflu. Hlutfall ofanjarðarhluta af heild, % Fyrri Seinni Ofanjarðarhluti alls sýnitaka 12.10. úr báðum klippingum 11.6. 60 14.7. 63 19 45 13.8. 61 7 57 16.9. 43 1 39 12.10. 30 í fyrstu mælingu, 11.6., var heldur minna látið fylgja rótum en síðar varð. Þótt hlutur róta hafi farið vaxandi tókst ekki að grafa fyrir allar rætur á stórum plöntum um haustið og eru þær því vanmetnar. Niðurstöður þessara mælinga eru í góðu samræmi við fyrri niðurstöður um að rætur þyngist mikið undir lok sumars. Þessari athugun lýkur vorið 1999 með því að grafnar verða upp þær 45 plöntur sem eftir eru og mældar á sama hátt. Sumarið 1999 er ætlað að halda áfram með sams konar mælingar í nokkuð stærri stíl, tilraun nr. 774-99. Til þess eru áætlaðir 144 reitir með 9 plöntum í reit. Einstakar plöntur verða ekki mældar.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.