Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 57

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 57
49 Landgræðsla 1998 frá 8.6. og 5.8. var samræmdur og meðaltal einkunna tekið. Þeir reitir, sem mest voru kalnir, fengu einkunnina 3 og munu hafa verið um það bil hálfkalnir um vorið. Hjá yrkjum með kal <1 hefur þess gætt á aðeins einum reit, þó tveim af 8 (Quatro). Hin voru kalin á a.m.k. tveim reitum, nema 11, sem var aðeins kalið á einum reit. I Hörgárdal í þessari tilraun heppnaðist aðeins sáning í einni af þremur endurtekningum. Reitimir vom metnir 8.6. Gróðurþekja heldur áfram að aukast og reitamunur helst, en ekki þykir þó tilefni til að sýna niðurstöður mats að sinni. Á Brúnastöðum Tilraunin var metin og borið á 8. júní og aftur metin 5. ágúst. Farið hafði verið yfir tilraunina með áburðardreifara og lítils háttar áburði dreift. Var áætlað að það hefði numið um fjórðungi af áætluðum áburðarskammti, sem er 80 kg N/ha í Móða 1, og var áburðargjöf 8.6. minnkuð sem því nemur. Hross höfðu verið á tilrauninni um veturinn og einnig fé. Bæði túnvingull og sauðvingull var skriðinn þegar borið var á 8.6. Einnig var beringspuntur nokkuð skriðinn, en ekki snarrót. Þekjumati bar að mestu saman 8.6. og 5.8. og er því meðaltal látið nægja. Miklu munar þó hjá beringspunti. Um vorið vora yrkin metin jöfn og var munurinn 5.8. því tvöfaldur á við það sem kemur fram í töflunni. Kúm var beitt á landið og var beitin metin 5.8. Við Stangarlœk Tilraunin var metin og borið á 27. maí og aftur metin 9. september. Áburður var sem svarar um 70 kg N/ha í Móða 1. Frostlyfting var ekki eins mikil og vorið 1997. Hrossum hefur verið beitt á tilraunina og vora hlandblettir dökkgrænir. Einkunnir fyrir grænan lit eiga við reitina utan þeirra og ættu að gefa vísbendingu um hve yrkin era fljót til. Sauðvingull var orðinn töluvert skriðinn og túnvingull nokkuð. Einkunnir fyrir skrið ná þó ekki til allra reita og era ekki sýndar. Reitir með Livina mynda mjög þéttan svörð. Kals var getið í tveimur reitum með Pemille. Þegar reitimir vora metnir 9.9. höfðu þeir ekki verið bitnir nýlega og líklega lítið frá vori. Tilraunin hafði sprottið lítið, sjá einkunnir, og áburðaráhrif vora ekki áberandi, en hlandskellur vora þá enn sterkgrænar. VáFol var lágvaxinn og fíngerður. Beringspuntur var orðinn fölgrænn og fleira var farið að fölna. í snarrótar- og beringspuntsreitum voru litlir hringlaga gulnaðir blettir, allt að 8 í reit. Tekin vora sýni af gróðrinum og greindi Halldór Sverrisson sveppinn Gaeumannomyces graminis, sem veldur rótardrepi og hefur ekki greinst áður hér á landi. Hann er alræmdur skaðvaldur í komrækt, en þó getur verið að það sé annað afbrigði sem leggst á snarrótina en komið.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.