Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 69

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Side 69
61 Korn 1998 Kynbætur á korni og kornræktartilraunir (132-9251) Vel voraði í sveitum og komi var víðast sáð um mánaðamótin apríl og maí. Það átti við um allt land, en eftir það skipti mjög í tvö hom um árgæsku. Sunnanlands og vestan þótti sumarið hið besta. Sumarið allt var sólríkt og hiti vel í meðallagi. Hálfsmánaðar vætutíð var þar í maí og aftur um tíma í júlíbyrjun þannig að raka skorti aldrei. Akrar vom þar velflestir orðnir gulir í ágústlok og komskurður kominn í fullan gang. Engar skemmdir urðu á uppskerunni og nýting varð góð. Norðanlands var sumarið aftur á móti hið versta, að minnsta kosti frá 1993, bæði kalt og þurrt. Eftir sáningu í maíbyrjun kom víða ekki dropi úr lofti í sjö vikur. Þess vegna skreið komið þar einum stöngli, lágvöxnum. Eftir að rigninguna gerði miðsumars spmttu svo hliðar- sprotamir seint og um síðir og uxu fmmsprotanum yfir höfuð og akramir grænkuðu aftur. Komskurður hófst því seint á Norðurlandi og var frátafasamur vegna veðurs auk þess sem komið var erfitt í þurrkun vegna grænkoms af hliðaröxum. Nokkrir akrar urðu ófrævir á bökkum Eyjafjarðarár, líklega vegna næturfrosts aðfaranótt 13. júlí, en komið var þar þá við skrið. Á stöku stað vom akrar slegnir til grænfóðurs, þegar menn gáfust upp á því að bíða eftir þroskanum. Snjóa gerði svo á Norðurlandi í síðustu sumarvikunni, einkum setti niður snjó 19. og 22. október, og fór þá eitthvað af komi óskorið undir hjam í Eyjafirði. Samt sem áður fór því fjarri að uppskera brygðist á Norðurlandi nú í sumar og er því full ástæða til bjartsýni fyrst svo vel tókst þó til í einu hinna köldustu sumra. Til landsins vom flutt liðlega 330 tonn af sáðkomi og það ætti að hafa dugað í 1650 hektara akurlendis. Auk þess var til í vor talsvert af heimaræktuðu sáðkomi af íslenska yrkinu x96-13. Miðað við þetta má ætla að akrar hafi verið nær 1800 hektarar að flatarmáli í ár. Áður hefur verið sagt frá því að akrar vom nýttir til grænfóðurs á stöku bæjum eða nýttust ekki. Samt sem áður hafa að minnsta kosti 1500 hektarar verið skomir sem kom nú í haust. Rannsóknastofnun landbúnaðarins gerði tilraunir í komrækt nokkuð víða um land í sumar. Stórar vélskomar tilraunir vom á fjóram stöðum utan Korpu; í Skagafirði, Eyjafirði, á Akranesi og undir Eyjafjöllum. Meðaluppskera úr þeim tilraunum var 3,4 tonn af komi með 85% þurrefni á hektara. Ætla má að þetta sé meðaluppskera af komökmm á landinu í heild. Samkvæmt þessu hefur komuppskera á landinu numið 5100 tonnum miðað við 85% þurrefni. Nú segja skýrslur að inn séu flutt rétt tæp 40.000 tonn af kjamfóðri. Innlend komrækt skilar þannig ekki nema rúmum 11% af kjamfóðumotkun þjóðarinnar. Því er ljóst að í þessari búgrein em vaxtarmöguleikar enn miklir. Geta má þess til viðbótar að á Korpu vora skomir með vél 308 reitir sem gáfu að meðaltali 4,6 tonn af komi á hektara. Rannsóknastofnun landbúnaðarins gerði, í samvinnu við heimamenn, tilraunir til komræktar í nokkmm sveitum þar sem kom hefur ekki verið ræktað fyrr. Á fjómm stöðum tókust þær tilraunir mjög vel og gefa fyrirheit um að komræktarhéruðum landsins fjölgi enn. Þessar sveitir em Rauðasandur, Dýrafjörður, Vatnsdalur og Langidalur. Nú ber þess að gæta að sumarið mun hafa verið með besta móti á Vestfjörðum og þarf fleiri ár til þess að skera úr um skilyrði þar vestra. Áður hefur því verið lýst, hvemig vorþurrkurinn lék komið fyrir norðan. Aðeins einn stöngull spratt af hverju fræi fyrst í stað og hann lágvaxinn. Hliðarsprotamir komu svo með vætunni miðsumars og akurinn grænkaði aftur. Lausleg athugun sýndi að víða hafði komið náð að þétta sig og vaxa eðlilega í hjólfömm þar sem þjöppunin var mest, en utan þeirra hafði komið ekki þétt sig fyrr en síðsumars. Þannig sáust í ökmm gular rendur í hjólföram, en grænir hliðarsprotar ráðandi þar á milli. Af þessu má draga þá ályktun að komið hefði klárað sig víða hitans vegna á Norðurlandi í sumar hefði rakinn verið nægur og sums staðar að minnsta kosti hefði mátt koma í veg fyrir skemmdir með því að valta vel.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.