Fjölrit RALA - 15.01.2001, Side 8

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Side 8
INNGANGUR Af lúpínum fmnast liðlega 200 villtar tegundir. Þær eiga sér tvö meginútbreiðslu- svæði, sem eru Suður- og Norður-Ameríka annars vegar og lönd umhverfís Mið- jarðarhaf hins vegar (Gross 1986, Gladstones 1998). Mikill meirihluti tegundanna er í Ameríku því aðeins 12 tegundir vaxa austanhafs. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er sú lúpínutegund sem teygir útbreiðslu sína einna lengst til norðurs, en hún vex meðfram Kyrrahafsströndinni, ffá suðurhluta Bresku-Kólumbíu í Kanada norður til suðurhluta Alaska og út eftir Aleutin-eyjaklasanum, allt til Attu-eyjar sem liggur þar vestast. Heimskautalúpína (Lupinus arcticus) hefur norðlægari útbreiðslu en hún finnst allt norður á íshafsströnd Alaska (Dunn og Gillett 1966). í heimkynnum sínum finnst alaskalúpína einkum með skógaijöðrum í bratt- lendi og skriðum og á áreyrum og malarkömbum við sjó. Hún er fyrst og ffemst strand- og eyjaplantna, en vex þó sums staðar nokkuð inn til landsins (Dunn og Gillett 1966, Hultén 1968). Líklegt er að samkeppni við annan gróður, svo sem hávaxnari runna og tijátegundir, takmarki útbreiðslu lúpínunnar við þetta búsvæði, sem ein- kennist af tíðu raski og umróti. í lok 18. aldar barst alaskalúpína til Englands þar sem hún varð vinsæl skraut- jurt í görðum. Keppti hún um hylli við aðra norður-ameríska lúpínu (Lupinus perennis) sem menn höfðu flutt meira en öld áður yfír hafið og tekið að rækta. Alaskalúpína barst til Norðurlanda þegar kom ffam á 19. öld og er líklegt að það hafi verið ffá Englandi. Heimildir eru um ræktun hennar í görðum í sænsku Smálöndunum þar sem hún dreifðist sumstaðar út í óræktarland og finnst enn í raski meðffam jám- brautarlínum og í eyðibyggðum. I Noregi var hún líka ræktuð til skrauts á þessum tíma. Þar var hún ennffemur notuð til að græða upp gijótfláa meðfram jámbrautum (Karlsson 1981, Fremstad og Siegel 2000). Elstu heimildir um alaskalúpínu hér á landi em ffá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garð- yrkjufélags íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér (Jóhann Pálsson 1997, Sigríður Hjartar 1997). Það er lík- legt að honum hafi borist alaskalúpína hingað ffá ræktendum í Noregi eða Svíþjóð, en á sama tíma var hann með í prófun 14 aðrar lúpínutegundir ættaðar ffá Ameríku og Evrópu (Schierbeck 1896). Heimildir em einnig um ræktun alaskalúpínu í Gróðrar- stöðinni í Reykjavík árið 1910 (Einar Helgason 1911). Þrátt fyrir að vel gengi að rækta alaskalúpínu virðast þessar tilraunir ekki hafa vakið mikinn áhuga á tegundinni. Líkur em þó á að plöntur af þessum gamla stofni hafi viðhaldist og verið ræktaðar í görðum í Reykjavík (Jóhann Pálsson 1997). Haustið 1945 kom Hákon Bjamason skógræktarstjóri með svolítið af fræi og nokkrar rætur af alaskalúpínu til landsins. Hann hafði tekið þetta á strönd College- fjarðar i Alaska er hann var þar við söfnun tijáffæs (Hákon Bjamason 1946, 1981). Segja má að Hákon hafi fyrstur manna komið auga á hvað í plöntunni bjó til upp- græðslu gróðurvana lands. Hann stóð fyrir því að hún var flutt á ýmis svæði, einkum í girðingar Skógræktar ríkisins, og reynd við ólík skilyrði. Vakti hann áhuga annarra á tegundinni. Af þessum efniviði Hákonar er komin lúpina sú sem breiðst hefur ört út hér á landi á undanfomum áratugum. Talsverð þáttaskil urðu í sögu alaskalúpínu hér á landi árið 1976 þegar hafnar vom rannsóknir á tegundinni á Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Andrés Amalds 1979, 1980, 1988). Þar var lagður gmnnur að ræktun og nýtingu lúpínunnar. Vorið 1986 var henni í fyrsta sinn sáð í ffæakur á Stórólfsvöllum í Rangárvallasýslu í sam- vinnu Landgræðslu ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Akurinn, sem var 12 ha að stærð, fór að gefa ffæ haustið 1988 og nam uppskeran liðlega einu tonni (Jón 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.