Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 14

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 14
Úrvinnsla Við útreikninga á þekju tegunda eða flokka var notað miðgildi þekjubils (Goldsmith og Harrison 1976) í hveijum smáreit sem voru lögð saman og meðaltal fimdið fyrir hvem reit. Tíðni tegunda í reit var reiknuð með því að leggja saman fjölda smáreita sem þær fundust í. Við tölffæðilega úrvinnslu og túlkun á gróðurgögnum var notuð fjölbreytugreining. Beitt var hnitunarforritinu CANOCO (ter Braak 1987) til að bera saman gróður einstakra reita. Hnitun var gerð á öllu gagnsafhinu í einu, þ.e. 93 reitir firá 26 sniðum á 15 stöðum á landinu. Hnitunin var byggð á tíðni allra þeirra 269 tegunda háplantna, mosa og fléttna sem fundust í reitunum. Við hnitunina var valin aðferðin DCA (DECORANA) (Hill 1979) og var dregið úr vægi tegunda sem voru sjaldgæfar í gagnasafhinu. í CANOCO-forritinu er hægt að kanna fylgni umhverfís- þátta við breytileika í gróðurfari og var það gert í úrvinnslunni. I gagnasafni yfir um- hverfisþætti vom eftirfarandi breytur fyrir hvem reit: sýmstig, kolefnis- og köfnunar- efnisinnihald jarðvegs, áætlaður aldur lúpínu, hæð yfir sjávarmáli, meðalársúrkoma og meðalárshiti (1. tafla). NIÐURSTÖÐUR Gróður Fjöldi plöntutegunda og helstu tegundir. I rannsókninni fundust 269 tegundir planma. Þar af vom 111 háplöntur, 110 mosar og 48 fléttur. Af einstökum tegundum fannst alaskalúpína í langflestum reitum, eða 87, en næstir henni komu túnvingull, blásveif- gras, mosinn móasigð og blávingull. Þetta vom einu tegundimar sem fundust í meira en helmingi reita. Af ofangreindum plöntuhópum vom hlutfallslega flestar tegundir háplanta algengar í reitum en flétmr vom takmarkaðastar að útbreiðslu (2. tafla). Fjölbreytugreining: breytileiki í gróðurfari og fylgni við umhverfisþœtti. Mikill breytileiki var í gróðri í reitunum eins og ffam kemur í niðurstöðum DCA-hnitunar (3. mynd). Á myndinni er sýnd niðurröðun reita á fýrstu tveimur ásum sem forritið reiknar, en þeir drógu ffam 72% (46%+25%, eigingildi 0,46 og 0,25) þess breytileika sem skýrður var af fýrstu fjórum ásunum. Hér verður látið nægja að túlka niðurstöður eftir 1. og 2. ási sem hafa mun meira vægi en hinir. Þeim sem ótamt er að lesa úr niðurstöðum sem þessum er rétt að benda á að reitir sem liggja nálægt hver öðmm á myndinni em líkir að gróðurfari en eftir því sem lengra er á milli þeirra verða þeir ólíkari. Einingamar á ásunum má líta á sem staðalffávik í þéttleika tegunda, sem er tíðni í þessu tilviki. Að jafnaði rísa og hníga einstakar tegundir á bili sem nemur um 4 staðalffávikum og reitir sem lengra er á milli en nemur þeirri fjarlægð ættu ekki að hafa neinar sameiginlegar tegundir. Þegar bil á milli einstakra reita nemur meira en 0,3 staðalffávikum má líta á það sem marktækan mun á gróðri og ytri þáttum sem móta hann (Hill 1979, ter Braak 1987, Gould og Walker 1999). Bil á milli fjarlægustu reita á ásunum tveimur reyndist vera 3,2 og 2,9 staðalffávik (3. mynd) og hafa því ekki orðið algjör umskipti í tegundasamsetningu á milli ólíkustu reita. 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.