Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 37
Köfhunarefni í jarðvegi mældist á bilinu 0,01-0,58% í einstökum reitum. Eins og
með kolefni, var jarðvegur snauðastur af köfhunarefrii utan við eða í yngsta hluta
breiða í Þjórsárdal og á Ássandi (18. mynd). Á öðrum lítt eða illa grónum svæðum var
jarðvegur einnig snauður af köfhunarefni utan við breiður. Mest mældist af köfiiunar-
efni í eldri breiðunni í Skorradal, en tvö ríkustu sýnin voru þaðan. Önnur sýni sem
voru rík að köfhunarefni (>0,50%) voru öll úr eldri hluta breiða í Heiðmörk. Þar sem
lúpína nam lítt gróið eða hálfgróið land varð allstaðar sambærileg aukning í forða
köfhunarefhis og kolefnis í jarðvegi (18. mynd). Hlutfall milli kolefnis og köfhunar-
efnis í jarðvegi (C/N-hlutfall) var að meðaltali 13,44 (±0,37 staðalskekkja). Hlutfallið
var á bilinu 9,1 til 21,8 og hafði það tilhneigingu til að vera lægst í jarðvegi inni í
lúpínubreiðum en hæst í mólendi og mosaheiði utan við lúpínubreiður eða rétt innan
við jaðar þeirra.
0,5
S 0,4
1
f 0,3
2
C
2 0,2
n)
c
a
§ 0,1
0,0 -
—•— Heiðmörk 1 —o— Ássandur
—*— Þjórsárdalur —♦— Hrísey
- —o - Múlakot — - Ytrafjall 1
—Kvísker —o Húsavík 1
—o Svinafell x —Hveravellir 1 T
'f
Y^rT-TT^—T—T
5 10 15 20 25 30
Aldur lúpínu - ár/Lupin age - yrs
35 0 5 10 15 20 25 30
Aldur lúpínu - ár/Lupin age - yrs
35
18. mynd. Aldur lúpínu og köfmmarefni í jarðvegi (0-10 cm) í breiðum sem myndast höfðu á söndum
og melum á sunnan- (t.v.) og norðanverðu (t.h.) landinu. Meðaltal og staðalskekkja, n=4.
Figure 18. Lupin age and nitrogen content of soil (0-10 cm) in patches formed on barren areas in
southern (left) and nrothern (right) Iceland. Average and s.e., n= 4.
UMRÆÐA
Niðurstöður þessara rannsókna sýna að vöxtur og viðgangur alaskalúpínu og þau áhrif
sem hún hefur á umhverfi sitt eru breytileg eftir landshlutum, svæðum innan lands-
hluta, gróðurlendum og aðstæðum á svæðum. Af einstökum þáttum virðist úrkoma og
raki í jarðvegi vera ráðandi um hvort lúpínan nær að verða hávaxin og mynda þéttar,
langlífar breiður. Þar sem það gerist hefur hún mikil áhrif. Flestar tegundir hopa þá
fyrir lúpínunni sem verður ríkjandi í gróðri um lengri eða skemmri tíma. Á svæðum
þar sem lúpína nær ekki að verða þétt og hávaxin eða gisnar tiltölulega fljótt eru
áhrifin önnur. Þar viðhelst frekar sá gróður sem fyrir var og nýjar tegundir nema land
innan um lúpínuna svo að tegundafjölbreytni eykst. Alaskalúpína er því dæmi um
tegund sem getur eftir aðstæðum ýmist hindrað viðgang annarra tegunda eða búið í
haginn fyrir þær (Connel og Slayter 1977, Morris og Wood 1989).
Veðurfar og voxtarskilyrði
Þar sem lúpína var rannsökuð á sunnanverðu landinu náði hún alls staðar að loka landi
og mynda samfelldar, háar (>80 cm) og þéttar breiður. Meðalársúrkoma á svæðunum
sunnanlands er á bilinu 900-3400 mm (1. tafla). Á rannsóknarsvæðunum á Norður-
landi er meðalársúrkoma hins vegar aðeins um 500-800 mm (1. tafla). Niðurstöðumar
35