Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 38

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 38
benda til að á þessu bili taki úrkoma og jarðvegsraki að takmarka verulega vöxt lúpínu. Veðurfarsupplýsingar um einstaka staði eru hins vegar ekki nægilega ítarlegar til að hægt sé að greina hvar skilur á milli svæða með góðum og slæmum vaxtarskil- yrðum fyrir lúpínu á Norðurlandi. Þar sem úrkoman fer að verða takmarkandi getur landslag, snjóalög og vatnsmiðlun frarn eftir sumri ráðið meiru um hvar lúpína nær góðum vexti. Þótt ársúrkoman sé svipuð getur verið mikill munur á söndum, mela- kollum, mólendi, hlíðum og dældum. Á melum og söndum á Norðurlandi virtist lúpínan aðeins ná að mynda þéttar, langlífar breiður á svæðum út við ströndina, þ.e. í Hrísey og á Húsavík, þar sem snjóþyngra er en á svæðunum innar í landinu. Á melum á Ássandi og Hálsi í Fnjóskadal varð lúpína aðeins um 40-50 cm há og náði ekki að mynda samfelldar breiður. Munur á vaxtarstöðum kom vel fram á Hálsi en þar varð lúpína 20 cm hærri niðri í rakri dæld en uppi á melnum og myndaði samfellda breiðu (14. mynd). Meiri hæð lúpínu í mólendi en á melum á sömu svæðum á Norðurlandi má líklega rekja til þess að mólendisjarðvegur er að jafhaði fínkomóttari og raka- heldnari en melajarðvegur. Uppskera Rannsóknimar á gróðri fóm fram á þremur sumrum, yfirleitt í seinni hluta júlí, nema á Kvískeijum og Svínafelli þar sem mælt var seinna að sumrinu. I gögnunum em því væntanlega einhver ffávik í hæð og þéttleika lúpínunnar milli svæða sem stafar af mun í vaxtartíma og árferði. Uppskemmælingar fóm hins vegar alls staðar ffarn sama árið og að áliðnu sumri þegar ætla má að sprettu lúpínu sé að ljúka (Borgþór Magnús- son o.fl. 1995). Þær gefa þó í meginatriðum sömu vísbendingar og gróðurmælingamar um vöxt, þéttleika og endingu lúpínu eftir landshlutum og svæðum. Það er til marks um þéttleika lúpínunnar að uppskera af henni í Múlakoti, þar sem hún mældist mest (990 g/m2, 15. mynd), var meiri en best gerist af ábomu vallar- foxgrasi í góðri rækt hér á landi. Uppskera af því getur verið um 850 g/m2 (Áslaug Helgadóttir 1987). Á sunnan og norðanverðu landinu er uppskera í grasgefnum lág- lendishögum yfirleitt á bilinu 100-300 g/m2 en getur orðið allt að 500 g/m2 í mjög uppskemríku snarrótargraslendi (Borgþór Magnússon o.fl. 1999). Uppskera lúpín- unnar var víðast hvar á bilinu 100-700 g/m2, auk nokkurrar uppskem af öðmm há- plöntum (15. mynd). I þéttum lúpínubreiðum er spretta því talsvert meiri en almennt verður á óræktuðu, grasgefhu landi eða blómlendi (Halldór Þorgeirsson 1979). / hvers konar landi breiðist lúpína út? Breiðist hún yfir gróið land? Nú verður vikið að helstu rannsóknaspumingum sem settar vom fram við upphaf rannsóknanna og komu ffam í inngangi. Erlendar rannsóknir benda til að ekkert gróðursamfélag sé svo vel brynjað að framandi tegundir geti ekki stungið sér þar niður, numið land og breiðst út. Gróður- samfélög em hins vegar ekki öll jafn auðnumin af ffamandi tegundum. Það hefur reynst erfitt að greina á hveiju þetta veltur helst. Af einstökum þáttum virðist ráða mestu hve stór hluti yfirborðs er ógróinn og hve útbreitt og mikið umrót er í jarðvegs- yfirborði. Hjá hinum ffamandi tegundum virðist skipta mestu máli að ffæ séu stór. Tegundir sem mynda stór ffæ em ekki jafn háðar yfirborðsraski og geta komist á legg við breytilegri skilyrði en tegundir með smágerð ffæ (Crawley 1987, Burke og Grime 1996). Lúpínur em, eins og flestar aðrar belgjurtir sem finnast utan hitabeltisins, ljós- elskar plöntur sem þrífast illa í skugga. Köfnunarefnisbinding baktería í rótum krefst mikillar orku sem fengin er ffá ljósi sólar (Sprent 1973, 1993, Sprent og Silvester 1973, Chapin 1993, Walker 1993). Algengast er að lúpínur vaxi þar sem jarðvegur er 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.