Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 43

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 43
svæðanna og voru mest áberandi þar sem lúpína var nokkuð tekin að gisna. Þekja þeirra var þó hvergi mikil. Samkvæmt eldri rannsóknum í Heiðmörk voru bæði túns- úra og vegarfi meðal tegunda sem juku þekju sína inni í lúpínubreiðum (Halldór Þor- geirsson 1979). í eldri breiðunni í Skorradal var sigurskúfur ríkjandi (4. tafla) en hann er stór- vaxinn, myndar mikinn fræforða og breiðist ört út með sviffræjum. Á norðurslóðum er hann þekktur fyrir að nema land í brunnu skóglendi, þar sem hann skríður út með öflugum jarðsprotum og myndar breiður. Sigurskúfur er fremur sjaldgæf tegund hér á landi. Hann finnst villtur bæði í klettum og skóglendi en vex oft sem slæðingur við bæi og í þéttbýli (Hörður Kristinsson 1986, 1997). Auk breiðanna í Skorradal fannst sigurskúfur í litlum mæli í einni breiðu í Heiðmörk. Líklegt er að þessi tegund eigi í ffamtíðinni eftir að gera vart við sig víðar með aukinni útbreiðslu lúpínu og nema land í gömlum breiðum. Sigurskúfur er ein þeirra tegunda sem numið hafa land í lúpínubreiðum á St. Helens eldfjallinu í Bandaríkjunum (del Moral og Bliss 1993, Tsuyuzaki o.fl. 1997). Skógarkerfill er annar slæðingur sem hefur verið í örri útbreiðslu hér á landi á síðustu áratugum en hann er sennilega tiltölulega ungur þegn í flórunni (Eyþór Einars- son 1997, Hörður Kristinsson 1997). Skógarkerfill er stórvaxin, áburðarkær og skuggaþolin sveipjurt. Hann getur myndað samfelldar breiður líkt og ættingi hans æti- hvönn og lagt undir sig fijótt land (Hörður Kristinsson 1997). Skógarkerfill fannst hvergi í reitum á sniðum okkar en hans varð hins vegar vart í breiðum bæði í Heið- mörk og Hrísey (12. ljósmynd). í landi Reykjavíkur er skógarkerfill víða tekinn að nema land í gömlum lúpínubreiðum og mynda samfellda fláka (Borgþór Magnússon 1997). Hann er stórvaxnari en lúpína og gæti því flýtt fyrir hnignun hennar. Sennilegt er að skógarkerfill eigi víða eftir að njóta góðs af lúpínu og breiðast út í landi sem hún hefur lagt undir sig. Þannig er líklegt að lúpína búi í haginn fyrir aðrar ffamandi tegundir sem hafa átt ffemur erfitt uppdráttar, en sambærileg dæmi má fínna um ffam- vindu í lúpínubreiðum erlendis ffá (del Moral og Bliss 1993, Warren 1995, Maron og Connors 1996, Pickart o.fl. 1998). Alls staðar þar sem lúpína myndaði þéttar, langlífar breiður urðu miklar breytingar á gróðri. Framvinda af völdum lúpínu tók að sveigjast í sömu átt, hvort sem um var að ræða mela, hálfgróna mosaheiði eða gróna lyngmóa (5., 11.-12. mynd). í breiðum þróaðist gróður í átt að tegundafáu gras- og blómlendi, sem sumstaðar var elftingablandið. Þetta kemur nokkuð heim og saman við erlendar rannsóknir á gróður- lendum þar sem mikið er eða hefur verið um lúpínur. Þau eru yfirleitt tegundafá og einkennast af mikilli þekju grasa og stórvaxinna breiðblaða jurta (Douglas og Bliss 1977, Sandgren og Noble 1978, Roberts o.fl. 1981, Frank og del Moral 1986, del Moral og Bliss 1993, Maron og Connors 1996, Pickart o.fl. 1998). Samkvæmt rannsóknum okkar urðu umskipti á gróðri þar sem lúpína breiddist yfir ffemur tegundaríka, gróna lyngmóa á Norðurlandi (10. og 17. ljósmynd). Þar eyddi hún nær öllum tegundum þeirra og litið landnám var af öðrum, eins og dæmi ffá Hrísey og Húsavík sýna (14. mynd). Hvergi var tegundafábreytni meiri í gömlum lúpínubreiðum en í Hrísey og átti það jafnt við um þar sem lúpínan hafði breiðst yfir lyngmóa og mela (14. mynd). Ekki er ljóst af hveiju þessi tegundafæð stafar en þó má geta þess að sina af lúpínu inni í breiðunum í Hrísey var samfelld og óvenju þykk miðað við það sem gerðist annars staðar. Á Norðurlandi komu einnig ffam mestu and- stæðumar í viðgangi og áhrifum af lúpínunni. í innsveitum þar virðist vera of þurrt til að lúpína nái að mynda hávaxnar, þéttar og langlífar breiður á ógrónum eða lítið grónum svæðum, eins og dæmin ffá Varmahlíð, Hálsmelum, Ytrafjalli, Hveravöllum og Ássandi sýna (14. mynd). Þar verða því minni skuggaáhrif af lúpínu, eins og 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.