Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 49

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 49
Hawaii hefur það lagt undir sig víðáttumikil svæði. Þar var fyrir gisið skóglendi á ungum jarðvegi sem var snauður af köfnunarefni en innlendar niturbindandi tegundir voru þar ekki fyrir. Þar sem Myrica-tréd nemur land myndar það skógarþykkni og fjórfaldast innstreymi af köfnunarefni inn í vistkerfið miðað við það sem áður var. Ekki er séð fyrir á endann á þeim breytingum sem tréð veldur en aðeins eru liðin tæp 40 ár frá því að þess varð fyrst vart í skóglendinu. Talið er að innlendar tegundir sem aðlagaðar eru næringarsnauðum jarðvegi og vaxa hægt muni fara hallloka á þessum svæðum og að hlutfall ffamandi tegunda í gróðri aukast (Vitousek o.fl. 1987, Vitousek og Walker 1989, Vitousek 1990). Alaskalúpína er komin hingað um langan veg af svæði þar sem loftslag er svipað og hér ríkir. I heimkynnum lúpínunnar er gróður hins vegar miklu fjölbreyttari og fleiri niturbindandi tegundir með áþekka eiginleika. Líklegt er lúpínan mæti þar meiri samkeppni við hávaxnari runna og trjátegundir en hér á landi, auk þess sem búast má við að skordýr og aðrar plágur heiji á hana í heimalandinu. Hér á landi þrífst lúpína mjög vel upp í a.m.k. 300 metra hæð þar sem úrkoma er næg. Hún virðist algjörlega laus við sjúkdóma og ekki er algengt að skordýr leggist á hana. Hér hefur kjarrlendi og skógi að mestu verið eytt. Víðast hvar er þurrlendisgróður lágvaxinn og gisinn og fátt um stórvaxnar tegundir sem veita lúpínu samkeppni. Vaxtar- og útbreiðslumögu- leikar hennar eru því mjög góðir og víðáttumikil svæði búa yfir vaxtarskilyrðum fyrir hana. Til þessa hefur lúpína aðeins numið lítið brot af þessu landi. Það sem helst setur lúpínu takmörk í útbreiðslu er lítil hæfni hennar til langdreifmgar og sauðfjárbeit. Fræ lúpínu er fremur stórt og berst yfirleitt ekki um langan veg nema þar sem hún vex við vatn. Dreifing lúpínu á nýja staði er fyrst og fremst af mannavöldum. Því ætti að vera unnt hafa nokkra stjóm á útbreiðslunni og halda henni frá svæðum þar sem hún er talin óæskileg. Landgræðsla ríkisins er langstærsti framleiðandi og notandi á lúpínufræi hér á landi og má þvi segja að ákvarðanir þar ráði miklu um hver þróun verður í útbreiðslu lúpínu hér á landi í náinni framtíð. í nýlegum lögum um náttúm- vemd (nr. 44/1999) er kveðið á um innflutning, ræktun og dreifmgu lifandi lífvera hér á landi og í kjölfar laganna hefur umhverfisráðuneytið gefið út reglugerð (nr. 583/2000) um innflutning, ræktun og dreifmgu útlendra plöntutegunda. Ætla verður að lögin og reglugerðin geti haft árhrif á notkun lúpínunnar. Að okkar dómi er lúpína best fallin til landgræðslu á stómm, samfelldum ber- angurssvæðum. Hana ætti ekki að nota þar sem melablettir eða rofsár em í landi sem er að mestu gróið. Þar er hætta á að hún Ieggi undir sig land með fjölbreyttari gróðri en þeim sem fylgir henni. Þegar em orðin dæmi um það hér á landi og má þar nefna Kvísker í Öræfum, þjóðgarðinn í Skaftafelli, útivistarsvæði Reykjavíkurborgar og Hrísey á Eyjafirði (Borgþór Magnússon 1997, Hörður Kristinsson 1997). Það er því mikilvægt að sýna aðgát áður en lúpínu er dreift á nýjum staði svo ekki fari meira for- görðum en vinnst með því að nota hana. Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem em leið- andi í landgræðslu-, skógræktar- og náttúmvemdarstarfi hér á landi móti stefnu og gefi út leiðbeiningar um meðferð og dreifingu lúpínunnar. 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.