Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 67
Vaðlareitur í Eyjafirði. Skógargirðing frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í hlíðinni austan Eyjafjarðar,
gegnt Akureyri. Lúpína mun fyrst hafa komið á svæðið í kringum 1960 þar sem hún var sett í melabletti
og moldarrof í hlíðinni. Heimildarmaður: Hallgrímur Indriðason.
Lögð voru út tvö snið með sex reitum alls, bæði í skógarrjóðrum fyrir ofan þjóðveg. Aðstæður til
mælinga voru fremur erfiðar þar sem lúpínan hafði fyrir Iöngu fyllt melablettina og sótti út í lyngmóa.
Því var fremur erfitt að finna skýran aldusmun i breiðunum eða gott viðmiðunarland utan þeirra. Snið
VRI 1-4 var lagt frá lyngholti sem lúpína var að bytja að breiðast inn á og inn breiðu sem var þétt við
jaðar en komm gisnun í og talsverður grasvöxtur í miðju. Fyrsti reiturinn var í Iyngholtinu en sá síðasti
þar sem lúpínan var gisnust með mestum grasvexti. Snið VR II 1-2 var tekið í lúpínubreiðu þar sem
fyrri reiturinn var í þéttri og unglegri lúpínu en sá seinni í eldri og gisnari hluta hennar þar sem gras var
orðið ríkjandi í sverði. Gróðurmælingar fóm fram 18. júlí, 1990.
Hálsmelar í Fnjóskadal. Land Skógræktar ríkisins norðan við Vaglaskóg. Lúpína barst fyrst að
Vöglum í kringum 1954. Henni var fyst plantað út á melana en hún átti þar erfitt uppdráttar, sennilega
vegna þurrka. Þreifst hún betur ofan í lægðum þar sem snjóþyngra var og raki meiri. Heimildarmenn:
ísleifur Sumarliðason og Guðni Þorsteinsson.
Lögð vom út tvö snið með fjórum reitum alls. Snið HÁ I 1-2 var ofan í lægðardragi neðan og
vestan við stærstu melana. Ofan í draginu hafði lúpína breiðst um mel og var tekin að hörfa uppi í
hallanum en viðhélst þar sem landið var lægst og rakast. Fyrri reiturinn var hafður í jaðri i breiðunnar
þar sem lúpínan hafði gisnað en hinn neðst í draginu þar sem hún var þétt og vöxtuleg. Snið HÁII1-2
var uppi á melunum í fremur gisinni lúpínubreiðu. Fyrri reiturmn var skammt innan við jaðar breið-
unnar þar sem lúpína var ungleg en hinn var innar í breiðunni þar sem lúpínan hafði hörfað mikið.
Gróðurmælingar fóm fram 19. júlí, 1990.
Ytrafjall í Aðaldal. Skógargirðing í brattri hlíð í Fjallshnjúki i landi Ytrafjalls. Hlíðin var fyrst girt að
hluta árið 1916 en fullgirt 1926. Lúpína barst fyrst að Ytrafjalli laust upp úr 1960 og var þá sett í
svonefnda Steinbogaskriðu sem er sunnarlega í girðingunni og féll um 1870. Um 1965 var lúpína sett í
Brattamel og Gildrumel uppi í hlíðinni í norðanverðri girðingunni. Heimildarmaður: Indriði Ketilsson.
Lögð vom út tvö snið með sjö reitum alls og að auki einn reitur á þriðja stað í girðingunni. Snið
YF I 1-4 var á Brattamel sem var nyrst í girðingunni. Þar var grófur urðarmelur sem lúpína var að
breiðast um. Fyrsti reimrinn á sniðinu var á melnum utan við lúpínubreiðuna annar í þéttri lúpínu rétt
innan við jaðarinn en þriðji og fjórði reitur í eldri hluta breiðunnar. Snið YF II 1-3, var á Gildmmel
sem liggur norðar og hærra í hlíðinni en Brattimelur. Jarðvegur var heldur fínni og moldarkenndari en á
fyrri stað, þar gæti því hafa verið uppblásið land fremur en skriðuruðningur. Fyrsti reimrinn var i flag-
móa utan við lúpínubreiðu, annar reitur í ungri lúpínu rétt innan við jaðarinn og sá þriðji í elsta hluta
breiðunnar. Einn reitur YFIII 1 var settur á þann stað í Steinbogaskriðu sem lúpínu var fyrst plantað á
Ytrafjalli. Þar hafði hún fyrir löngu fyllt skriðuna og var enn til staðar í litlu ijóðri í birkiskógi. Mikið
ungbirki var í lúpínunni og hæsm hríslur á annan metra á hæð. Gróðurmælingar fóm fram 20.-21. júlí,
1993.
Hveravellir í Reykjahverfi. Neðanverð hlíðin fyrir ofan Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, sem hafði
verið friðuð frá því um 1968. Lúpína barst þangað um 1973 og var hún sett í melkolla í hlíðinni ofan
bæja. Heimildarmaður: Olafur Atlason.
Lögð vom út tvö snið með tíu reitum alls. Snið HV I 1-5 var upp af gróðurhúsunum á Hver-
völlum um 300-400 m ofan bæja. Það var lagt um mel sem lúpínan hafði breiðst um og yfir í lyngmóa
sem hún var tekin að sækja inn á. Fyrsti reiturinn var á bemm melnum utan við lúpínubreiðuna, annar
innan við jaðar hennar þar sem lúpínan var þéttust á melnum og sá þriðji þar sem lúpínan var eldri og
tekin að gisna á melnum. Fjórði reiturinn var i lúpínunni þar sem hún var nýlega komin út í lyngmóann
en sá fimmti í móanum utan við breiðuna. Snið HV n 1-5 var um 300 m sunnar í hlíðinni í svipaðri
hæð og fyrra sniðið. Þar lág sniðið eftir melhrygg og niður í lyngdæld sem lúpínan var að breiðast niður
í ofan frá melnum. Fyrsti reiturinn var á melnum þar sem lúpína var að byrja að nema land og annar og
þriðji reitur inni í lúpínbreiðunni á melnum. Fjórði reiturinn var í miðri lúpínutungu sem gengið hafði
niður i lyngdældina og fimmti reiturinn var í dældinni neðan við breiðuna. Gróðurmælingar fóm fram
18.-19. júlí, 1993.
65