Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 67

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 67
Vaðlareitur í Eyjafirði. Skógargirðing frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í hlíðinni austan Eyjafjarðar, gegnt Akureyri. Lúpína mun fyrst hafa komið á svæðið í kringum 1960 þar sem hún var sett í melabletti og moldarrof í hlíðinni. Heimildarmaður: Hallgrímur Indriðason. Lögð voru út tvö snið með sex reitum alls, bæði í skógarrjóðrum fyrir ofan þjóðveg. Aðstæður til mælinga voru fremur erfiðar þar sem lúpínan hafði fyrir Iöngu fyllt melablettina og sótti út í lyngmóa. Því var fremur erfitt að finna skýran aldusmun i breiðunum eða gott viðmiðunarland utan þeirra. Snið VRI 1-4 var lagt frá lyngholti sem lúpína var að bytja að breiðast inn á og inn breiðu sem var þétt við jaðar en komm gisnun í og talsverður grasvöxtur í miðju. Fyrsti reiturinn var í Iyngholtinu en sá síðasti þar sem lúpínan var gisnust með mestum grasvexti. Snið VR II 1-2 var tekið í lúpínubreiðu þar sem fyrri reiturinn var í þéttri og unglegri lúpínu en sá seinni í eldri og gisnari hluta hennar þar sem gras var orðið ríkjandi í sverði. Gróðurmælingar fóm fram 18. júlí, 1990. Hálsmelar í Fnjóskadal. Land Skógræktar ríkisins norðan við Vaglaskóg. Lúpína barst fyrst að Vöglum í kringum 1954. Henni var fyst plantað út á melana en hún átti þar erfitt uppdráttar, sennilega vegna þurrka. Þreifst hún betur ofan í lægðum þar sem snjóþyngra var og raki meiri. Heimildarmenn: ísleifur Sumarliðason og Guðni Þorsteinsson. Lögð vom út tvö snið með fjórum reitum alls. Snið HÁ I 1-2 var ofan í lægðardragi neðan og vestan við stærstu melana. Ofan í draginu hafði lúpína breiðst um mel og var tekin að hörfa uppi í hallanum en viðhélst þar sem landið var lægst og rakast. Fyrri reiturinn var hafður í jaðri i breiðunnar þar sem lúpínan hafði gisnað en hinn neðst í draginu þar sem hún var þétt og vöxtuleg. Snið HÁII1-2 var uppi á melunum í fremur gisinni lúpínubreiðu. Fyrri reiturmn var skammt innan við jaðar breið- unnar þar sem lúpína var ungleg en hinn var innar í breiðunni þar sem lúpínan hafði hörfað mikið. Gróðurmælingar fóm fram 19. júlí, 1990. Ytrafjall í Aðaldal. Skógargirðing í brattri hlíð í Fjallshnjúki i landi Ytrafjalls. Hlíðin var fyrst girt að hluta árið 1916 en fullgirt 1926. Lúpína barst fyrst að Ytrafjalli laust upp úr 1960 og var þá sett í svonefnda Steinbogaskriðu sem er sunnarlega í girðingunni og féll um 1870. Um 1965 var lúpína sett í Brattamel og Gildrumel uppi í hlíðinni í norðanverðri girðingunni. Heimildarmaður: Indriði Ketilsson. Lögð vom út tvö snið með sjö reitum alls og að auki einn reitur á þriðja stað í girðingunni. Snið YF I 1-4 var á Brattamel sem var nyrst í girðingunni. Þar var grófur urðarmelur sem lúpína var að breiðast um. Fyrsti reimrinn á sniðinu var á melnum utan við lúpínubreiðuna annar í þéttri lúpínu rétt innan við jaðarinn en þriðji og fjórði reitur í eldri hluta breiðunnar. Snið YF II 1-3, var á Gildmmel sem liggur norðar og hærra í hlíðinni en Brattimelur. Jarðvegur var heldur fínni og moldarkenndari en á fyrri stað, þar gæti því hafa verið uppblásið land fremur en skriðuruðningur. Fyrsti reimrinn var i flag- móa utan við lúpínubreiðu, annar reitur í ungri lúpínu rétt innan við jaðarinn og sá þriðji í elsta hluta breiðunnar. Einn reitur YFIII 1 var settur á þann stað í Steinbogaskriðu sem lúpínu var fyrst plantað á Ytrafjalli. Þar hafði hún fyrir löngu fyllt skriðuna og var enn til staðar í litlu ijóðri í birkiskógi. Mikið ungbirki var í lúpínunni og hæsm hríslur á annan metra á hæð. Gróðurmælingar fóm fram 20.-21. júlí, 1993. Hveravellir í Reykjahverfi. Neðanverð hlíðin fyrir ofan Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, sem hafði verið friðuð frá því um 1968. Lúpína barst þangað um 1973 og var hún sett í melkolla í hlíðinni ofan bæja. Heimildarmaður: Olafur Atlason. Lögð vom út tvö snið með tíu reitum alls. Snið HV I 1-5 var upp af gróðurhúsunum á Hver- völlum um 300-400 m ofan bæja. Það var lagt um mel sem lúpínan hafði breiðst um og yfir í lyngmóa sem hún var tekin að sækja inn á. Fyrsti reiturinn var á bemm melnum utan við lúpínubreiðuna, annar innan við jaðar hennar þar sem lúpínan var þéttust á melnum og sá þriðji þar sem lúpínan var eldri og tekin að gisna á melnum. Fjórði reiturinn var i lúpínunni þar sem hún var nýlega komin út í lyngmóann en sá fimmti í móanum utan við breiðuna. Snið HV n 1-5 var um 300 m sunnar í hlíðinni í svipaðri hæð og fyrra sniðið. Þar lág sniðið eftir melhrygg og niður í lyngdæld sem lúpínan var að breiðast niður í ofan frá melnum. Fyrsti reiturinn var á melnum þar sem lúpína var að byrja að nema land og annar og þriðji reitur inni í lúpínbreiðunni á melnum. Fjórði reiturinn var í miðri lúpínutungu sem gengið hafði niður i lyngdældina og fimmti reiturinn var í dældinni neðan við breiðuna. Gróðurmælingar fóm fram 18.-19. júlí, 1993. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.