Fjölrit RALA - 15.09.2001, Side 70

Fjölrit RALA - 15.09.2001, Side 70
Möðruvellir 2000 62 Jarðræktin á Möðruvöllum (161-1158) Aburður Áburður á ræktað land á Möðruvöllum sumarið 2000 Efnamagn, kg/ha* rnVtonn ha N P K Mykja 1.806 50,1 51 18 83 Tilbúinn áburður um vorið 30,4 88,1 84 17 38 Tilbúinn áburður á milli slátta 5,2 24,5 53 2 5 Alls (vegið meðaltal) 90,4 125 27 84 Staðalfrávik (milli túna) 37 9 37 Uppskorið 90 10 73 Jöfhuður næringarefna 35 17 11 Staðalfrávik (milli túna) 27 7 40 * Efnamagn mykjunnar er áætlað samkvæmt töflugildum í Áburðarfræði Magnúsar Óskarssonar & Matthíasar Eggertssonar (1991). Nýtingastuðlar mykjunnar vom settir 0,55 fyrir N, 1,00 fyrir P og 0,90 fyrir K. Köfhunarefnið er enn fremur leiðrétt fyrir dreifingartíma mykjunnar, að meðaltali margfaldað með stuðlinum 0,83. Efnainnihald tilbúna áburðarins er samkvæmt uppgefnum gildum ffá Áburðarverksmiðjurmi hf. og Kemira. Mykjunni var dreift á tún á tímabilinu 20.9.-10.10. 1999 og 15.5.-20.6. 2000. Tilbúna áburðinum var dreift 9.5.-21.6. 2000 fyrir 1. slátt og 6.7.-11.7. fyrir 2. slátt, yfirleitt fljótt eftir hirðingu 1. sláttar. Jöfnuður næringarefha er hér sá hluti áborinna nýtanlegra efna sem ekki skilar sér í uppskerunni og eru annað hvort töpuð eða bundin í jarðvegi. Hér er ekki reiknað með mykjunni sem fellur til við beit. Jöfnuður næringarefna er ffekar hár sem má rekja til mikilla þurrka sem drógu úr grassprettu auk þess sem leigutún svöruðu illa áburði (sjá síðar). Beit Geldneyti, alls 34 kvígur, voru settar í 13,5 ha úthagahólf í s.k. Skriðum (hét áður fjallshólf) frá 1. júní. Seinna um sumarið fengu þær einnig aðgang að Nunnuhól sem er um 27 ha að stærð. Kvígumar vom settar inn í lok október. Kvígumar fengu rúlluhey ffam í miðjan júní og ffá byrjun september með beitinni. Kúnum var beitt á alls 12,6 ha ræktaðs lands (um 14% af heildarflatarmáli) og þar af 1,7 ha af vetrarrepju. Alls vom 8,4 ha af ræktuðu landi eingöngu beittir. Sumarið 2000 var beitartími kúnna ffá 1. júní til 5. október, eða 127 dagar. Beitarsólarhringar reiknuðust hins vegar vera 107 og 38,7 kýr vora að jafhaði á beit, þar af 5,9 geldkýr. Þetta gerir um 0,3 ha fyrir hveija kú, eða um 3 kýr á ha. Með beitinni fengu kýmar um 9800 Fem í kjamfóðri og 5800 Fem í rúlluheyi. Heyskapur Tún komu óskemmd undan vetri og heyskaparhorfur vora þess vegna góðar. Mjög miklir þurrkar á miðju sumri drógu þó veralega úr grassprettu og á vallarfoxgrastúnum varð endurvöxtur mjög rýr. Þess vegna varð uppskera minni en efni stóðu til. Óvenju mörg tún vora heyjuð þetta sumar vegna þess að tilraunastöðin hafði tekið á leigu 9,3 ha tún á Þrastarhóli. Seinna náðist samkomulag um að Rala tæki á leigu lönd prestsseturins á Möðravöllum 1 frá og með 1. júlí. Þar voru heyjaðir 29,2 ha. Engjasláttur var þess vegna með minnsta móti. Leigutúnin gáfu ffekar litla uppskeru og næringarefhajöfnuður þeirra var mjög óhagstæður. Heyskapur hófst 20. júní og lauk ekki fýrr en 1. ágúst. Það var vegna þess að á preststúnin var beitt sauðfé um vorið og seinkaði það slætti um mánuð. Grænfóður var slegið 20. ágúst. Seinni sláttur hófst ekki fyrr en 11. ágúst vegna þurrka og lauk 4. september.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.